Vestmannaeyjahöfn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júní 2005 kl. 10:32 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júní 2005 kl. 10:32 eftir Simmi (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Höfnin í Vestmannaeyjum er forsenda byggðar í Eyjum. Hún var frá náttúrunnar hendi grunn og lítið varin í austanáttum og í austan brimi kom brimið oft óbrotið inn. Reyndar var eitthvað skjól vegna tveggja skerja sem voru sitt hvoru megin við innsiglinguna, Hringskerið að sunnan og Hörgeyrin.

Fyrstu hafnaframkvæmdirnar hófust árið 1907 með því að bryggjustúfur úr höggnu grjóti var hlaðinn en hin eiginlega hafnargerð hefst ekki fyrr en árið 1914 við gerð hafnargarðanna.

Viðlegukantar hafnarinnar, samkvæmt Siglingarstofnun Íslands, eru um 1.978 m, auk 60 m fyrir björgunar- og hafnarbáta, 130 m fyrir smábáta og 70 m fyrir ferju. Mesta dýpi við bryggju er um 8 m.

Mikil starfsemi er í höfninni hefur verið í höfninni í gegnum árin og eru nokkrar ennþá í gangi. Aðalstarfsemin sem var og er hér í höfninni er löndun fisks og viðlega fiskibáta, ferjan Herjólfur siglir áætlunarleiðir frá Eyjum til Þorlákshafnar. Í Klettsvíkinni voru Keikósamtökin með aðstöðu fyrir háhyrninginn Keikó en nú í dag er kvíin notuð til fiskeldis. Fyrir tíma sundlaugarinnar á Miðhúsatúni var sundkennsla við Eiðið.

Hafnarsvæðinu má skipta niður í þrjú meginsvæði:

  • Innri höfn er svokallaður Botn og takmarkast af skjólgörðum á Hringskeri og Hörgaeyri og landinu í kring.
  • Ytri höfn takmarkast af Heimakletti, Ystakletti að Klettsnefi og línu þaðan í hraunkantinn gegnt Klettsnefi.
  • Önnur hafnarsvæði eru austan og norðan við Heimaey.

Bryggjur Vestmannaeyjahafnar

Höfnin og Heimaeyjargosið

Í Heimaeyjargosinu 1973 kom mikil óvissa varðandi gosið og höfnina. Í fyrstu töldu menn það gott fyrir innsiglinguna þegar hraunkvikan leitaði út í sjó en það breyttist í byrjun febrúar þegar neðansjávarsprunga opnaðist við hafnarmynnið. Frá 4.-20. febrúar var höfninni lokað og öll umferð bönnuð. Urðu menn ekki aftur hræddir um höfnina sína fyrr en 9. mars, en þá var notast við hraunkælingu til að bjarga höfninni sem heppnaðist afar vel. Við eldgosið batnaði öll hafnaraðstaðan mikið. Innri höfnin er alveg í skjóli fyrir öllum veðrum og nýting bryggjukanta hefur aukist.

Tenglar

Heimildir

  • Helgi Benónýsson, 1974. Fjörtíu ár i Eyjum, Reykjavík: Vesturhús hf
  • Jóhann Gunnar Ólafsson, 1947. Hafnargerðin í Vestmannaeyjum, Reykjavík: Steindórsprent hf
  • Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014