Unnur Jóhannsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Jóhannsdóttir frá Fagurlyst við Urðaveg 16, námsmaður fæddist 27. júní 1911 í Borgarnesi og lést 4. nóvember 1931 í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður, útgerðarmaður, ræðismaður, alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, og barnsmóðir hans Ingveldur Jónsdóttir frá Hofakri í Hvammssveit, Dal., þá lausakona í Borgarnesi, f. 11. október 1890, d. 27. apríl 1913.

Unnur var með móður sinni í Þorkelshúsi II (Þorkelssteini) í Borgarnesi 1911, var tökubarn í Arnbjarnarhúsi þar 1912, kom til Jóhanns föður síns í Fagurlyst 1913, skráð tökubarn, og ólst upp með honum og síðar honum og konu hans Magneu. Hún fór að heiman 1929.
Unnur fór til náms í Þýskalandi, veiktist þar og lést af heilablæðingu 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.