Tyrkjabyssan

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2005 kl. 08:36 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2005 kl. 08:36 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vorið 1968 var sanddæluskipið Vestmannaey að vinna við dýpkun Vestmannaeyjahafnar.Þá komu einkennilegir hlutir upp í sogdælupípuna. Var þetta hólkur ásamt hylki úr eirblendi. Ákvað verkstjórinn að gefa Byggðasafninu fundinn.

Margar spurningar voru í kringum þennan hlut þannig að ákvað var að senda málaða mynd af gripnum og senda til íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og Lundúna. Voru það breskir fræðimenn sem fullyrtu að þetta væri byssuhlaup og skothylki frá miðöldum. Þessar byssur voru gjarnan notaðar á Miðjarðarhafi á skipum norður-afrískra sjóræningja.

Gripurinn er til sýnis á Byggðasafninu.


Heimildir

  • Tyrkjabyssan. Byggðasafn Vestmannaeyja - Minjaskrá. Hlutur 1260.