Sveinbjörn Guðmundsson (Bröttugötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinbjörn Guðmundsson úr Reykjavík, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum, sundþjálfari fæddist 12. apríl 1967.
Foreldrar hans Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945, og Steinunn Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1945, d. 22. nóvember 1995.

Börn Steinunnar og Guðmundar:
1. Sveinbjörn Guðmundsson starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 12. apríl 1967. Sambýliskona hans Ingunn Lísa Jóhannesdóttir.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Danmörku, f. 1. september 1971. Maður hennar Haraldur Jóhannesson.
3. Vilhjálmur Guðmundsson öryggisvörður, f. 2. janúar 1977, ókvæntur.

Sveinbjörn var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1968, bjó hjá þeim við Bröttugötu 24.
Hann var sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum frá 1973 í 29 ár. Einnig var hann sundþjálfari barna.
Þau Ingunn Lísa hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman, en hún á þrjú börn frá fyrri sambúð. Þau búa við Hásteinsveg 60.

I. Sambúðarkona Sveinbjörns er Ingunn Lísa Jóhannesdóttir frá Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja, starfsmaður þvottahúss, f. 9. október 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


.