Svavar Sigmundsson (Nikhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svavar Sigmundsson frá Nikhól, húsasmíðameistari, kaupmaður fæddist 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
Foreldrar hans voru Sigmundur Karlsson frá Stokkseyri, sjómaður, vélstjóri, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. 8. júlí 1917, d. 23. janúar 1993.

Börn Klöru og Sigmundar:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Cesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna (Sigmundsdóttir) Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, Lambhaga. Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir (Sigmundsson) Konráðsson rafvirki, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 á Hásteinsvegi 38.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 á Hásteinsvegi 38.

Svavar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíðar hjá Garðari Björgvinssyni í Tréverki ehf., varð sveinn 1971 og fékk meistarabréf 21. nóvember 1975.
Hann varð félagi í Tréverki með Garðari og Birki Baldurssyni í 2 ár. Þeir Svavar og Garðar stofnuðu síðan Verslunina Brimnes 1973 með Víði Finnbogasyni úr Reykjavík. Þeir ráku verslunina til 1981, en þá keyptu þau Elín Bjarney verslunina og ráku hana til 2006, en seldu hana þá.
Þau Elín Bjarney giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hásteinsblokkinni til 1967, en síðan á Heiðarvegi 27a.

I. Kona Svavars, (25. desember 1965), var Elín Bjarney Jóhannsdóttir frá Eskihlíð við Skólaveg 26, húsfreyja, kaupmaður, bókari, f. 19. september 1944, d. 13. júlí 2021.
Börn þeirra:
1. Héðinn Svavarsson sjúkraþjálfari í Reykjavík, f. 21. janúar 1965. Kona hans Jóna Guðmundsdóttir.
2. Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir húsfreyja, lærður kennari, rekur ásamt manni sínum hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík, f. 11. janúar 1972. Maður hennar Stefán Guðmundsson.
3. Svavar Örn Svavarsson sjómaður, f. 26. maí 1976. Barnsmóðir hans Elísabet Hólm Júlíusdóttir. Sambúðarkona Sara Maria Pålson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.