Svava Eggertsdóttir (Víðivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Svava Eggertsdóttir.

Svava Eggertsdóttir frá Víðivöllum, húsfreyja, garðyrkjumaður, starfsmaður á dvalarheimili, skrifstofumaður fæddist 12. mars 1952 og lést 9. júní 2005 á Víðivöllum á Kjalarnesi.
Foreldrar hennar voru Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991, og kona hans Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010.

Börn Jónu Guðrúnar og Eggerts:
1. Ólafur stýrimaður, 15. febrúar 1948.
2. Svava húsfreyja, 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.
5. Sigurlaug húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000.

Svava var með foreldrum sínum í æsku, á Víðivöllum og Sóleyjargötu 12.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1972, hóf nám í hjúkrunarfræði 1973, en hætti.
Svava vann á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 1975-1985, við garðyrkjustöðina Lindarbrekku, sem þau Magnús ráku og vann einnig skrifstofustörf á Hótel Örk.
Svava flutti til Eyja 1994, bjó þar til 1999, er hún flutti til Reykjavíkur bjó síðast í Hólmgarði 11 þar.
Þau Magnús giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Svava lést 2005.

I. Maður Svövu, (5. apríl 1975, skildu), var Magnús Ágúst Ágústsson líffræðingur, f. 23. apríl 1950. Foreldrar hans voru Ágúst Eiríksson frá Löngumýri í Skeiðahreppi, garðyrkjumaður, bóndi, f. 7. október 1916, d. 25. ágúst 1999, og kona hans Emma Kristín Guðnadóttir frá Reyðarfirði, húsfreyja, f. 8. mars 1922, d. 28. desember 1997.
Börn þeirra:
1. Eggert Jón Magússon tölvunarfræðingur, f. 21. október 1975. Kona hans Hildur Björk Leifsdóttir.
2. Guðrún Björk Magnúsdóttir viðskiptafræðingur. Sambúðarmaður hennar Kristbjörn Gunnarsson.
3. Sigurður Hjalti Magnússon smiður, f. 30. apríl 1983. Fyrrum sambúðarkona Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir. Sambúðarkona Íris Aðalsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.