Svanhvít Ólafsdóttir (Garðinum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja í Fagurlyst við Urðaveg 16 fæddist 3. nóvember 1893 og lést 13. ágúst 1916.
Foreldrar hennar voru Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri, f. 17. ágúst 1870, d. 5. ágúst 1913 og kona hans Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.

Börn Sigríðar og Ólafs hér:
1. Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1893, d. 13. ágúst 1916 af barnsförum. Maður hennar var Jóhann Þ. Jósefsson. Hún var fyrri kona hans.
2. Arinbjörn Axel Ólafsson sýsluskrifari í Eyjum, síðar gjaldkeri bæjarfógeta í Hafnarfirði, f. 24. október 1895, d. 13. apríl 1960.
Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragna Þorvarðardóttir, f. 18. janúar 1899, d. 16. mars 1991. Síðari kona var Guðný Halldórsdóttir, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982.
3. Kristinn Ólafsson fyrsti bæjarstjóri í Eyjum, bæjarfógeti í Neskaupstað, sýslumannsfulltrúi í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959. Kona hans var Jóna Jóhanna Jónsdóttir frá BrautarholtI, f. 19. desember 1907, d. 4. október 2005.
4. Ólafur Ólafsson kaupmaður (mt. 1920), f. 8. apríl 1899, d. 20. maí 1936. Var berklaveikur og lést á Vífilsstöðum, ókvæntur og barnlaus.
5. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri í Eyjum, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, f. 19. nóvember 1902, d. 1. september 1979. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 11. maí 1966.
6. Kristín Ólafsdóttir, dó á barnsaldri.
7. Ása Lovísa Ólafsdóttir, f. 1904, d. 31. ágúst 1909 í Borgarnesi.

Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku, í Ólafshúsi í Mýrdal 1901, í Sjávarborg í Borgarnesi 1910 og í Garðinum við Strandveg 3.
Þau Jóhann giftu sig 1915, eignuðust ekki börn, en hún dó af barnsförum 1916. Þau bjuggu í Fagurlyst.

I. Maður Svanhvítar, (15. október 1915), var Jóhann Þ. Jósefsson kaupmaður, síðar alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.