„Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lína 26: Lína 26:
* 6. maí 2014 í [[Bókasafn Vestmannaeyja|Safnahúsinu]] - '''Sævar Helgi Bragason''', form. SSFS, um '''Apollo''', og '''Saturn V''' geimflaugarnar. 20 sóttu fundinn. Áður var aðalfundur félagsins á sama stað.
* 6. maí 2014 í [[Bókasafn Vestmannaeyja|Safnahúsinu]] - '''Sævar Helgi Bragason''', form. SSFS, um '''Apollo''', og '''Saturn V''' geimflaugarnar. 20 sóttu fundinn. Áður var aðalfundur félagsins á sama stað.
* 20. mars 2015 - '''Sólmyrkvi''', Auglýst að félagið kæmi saman á [[Haugasvæði|Haugasvæðinu]] til fylgjast með þegar tunglið færi að 98% hlutum fyrir sólu, milli kl. 8:38-10:39 um morguninn. Mætingin var stórkostleg, en talið er á svæðinu hafi mætt 2-300 manns í blíðskaparveðri.
* 20. mars 2015 - '''Sólmyrkvi''', Auglýst að félagið kæmi saman á [[Haugasvæði|Haugasvæðinu]] til fylgjast með þegar tunglið færi að 98% hlutum fyrir sólu, milli kl. 8:38-10:39 um morguninn. Mætingin var stórkostleg, en talið er á svæðinu hafi mætt 2-300 manns í blíðskaparveðri.
 
* 7. nóvember 2015, [[VISKA|Fyrirlestrarsalur VISKU]] að Strandvegi, '''[[Karl Gauti Hjaltason]]''', '''Stjörnuskip''', 25 manns sóttu fyrirlesturinn.





Útgáfa síðunnar 11. desember 2015 kl. 15:43

Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja var stofnað á hlaupársdeginum 29. febrúar 2012, en stofnfundur var á jafndægrum að vori þremur vikum seinna hinn 20. mars 2012. Áður hafði Karl Gauti Hjaltason sýslumaður haldið stjörnufræðinámskeið á vegum Visku. Námskeiðin voru afar vel sótt og fljótlega fór áhugi bæjarbúa að beinast meira að stjörnum. Eftir annan veturinn sem námskeiðið var haldið var ákveðið að stofna félag.

Á stofnfundinn mættu 27 en 34 skráðu sig sem stofnfélagar í félagið. Á stofnfundinum var stjórn félagsins kjörin ásamt formanni. Karl Gauti var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir Soffía Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Lilja Magnúsdóttir, ritari, Bjartur Týr Ólafsson, tölvumál og Védís Guðmundsdóttir, meðstjórnandi.

Á aðalfundi félagsins 6. maí 2014 var ný stjórn kjörin: Karl Gauti gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Davíð Guðmundsson kjörinn sem formaður í hans stað, Björg Harðardóttir, gjaldkeri, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Óskar Pétur Friðriksson sem meðstjórnendur. Í varastjórn voru kjörin Soffía Valdimarsdóttir, Þórir Helgi Hallgrímsson og Ólafur Björgvin Jóhannesson.

Tilgangur félagsins er að vekja áhuga bæjarbúa á stjörnuskoðun ásamt því að koma af stað samstarfi við skóla bæjarins. Á vegum félagsins eru haldnir fyrirlestrar og hittast félagar við góð tækifæri til þess að skoða himingeiminn. Félagið heldur úti heimasíðunni: www.sfv.is en þar eru birtar fréttir úr starfi félagsins.

Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja er þriðja áhugamannafélagið um stjörnufræði og stjörnuskoðun á Íslandi en fyrir eru Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness (SSFS) og Stjörnu-Oddi á Akureyri.


Helstu viðburðir og fyrirlestrar á vegum SFV:

  • 12. apríl 2012 í Safnahúsinu - Kristján Heiðberg, félagi í SSFS um sjónauka og myndatökur, 35 sóttu fundinn.
  • 21. apríl 2012 á útsýnispallinum austur á Eyju, fylgst með Lyritum stjörnuhröpum úr Hörpunni, 19 manns sóttu atburðinn. Nokkur hröp sáust.
  • 2. júní 2012, Fiskasafninu, Karl Gauti Hjaltason, Stjörnur og sjófarendur, 35 manns sóttu fyrirlesturinn.
  • 5. júní 2012 í Höfðavík, tilraun til að fylgjast með þvergöngu Venusar fyrir sólu, en ský hindruðu sýn, 30-40 manns sóttu atburðinn.
  • 13. desember 2012 á útsýnispallinum austur á Eyju, fylgst með Geminidum stjörnuhröpum úr Tvíburunum, 25-35 manns sóttu atburðinn. Mikið af stórkostlegum hröpum sáust um allan himinn. Mjög hvasst og kalt.
  • 31. jan. 2013 í Safnahúsinu - Sævar Helgi Bragason, form. SSFS, um Marsjeppann, 45 sóttu fundinn. Eftir fyrirlesturinn var farið á Haugasvæðið, í stjörnuskoðun, mæting þar ca. 20 manns.
  • 15. mars 2013 á Breiðabakka, Fylgst með halastjörnunni Pan-STARRS, sem sást sæmilega í handsjónaukum, en lágskýjað var, 8 manns sóttu atburðinn.
  • 17. sept. 2013 í Safnahúsinu - Sævar Helgi Bragason, form. SSFS, um Tunglferðirnar, einnig um Fjarreikistjörnur, Marsjeppann og Halastjörnuna ISON, 33 sóttu fundinn. Eftir fyrirlesturinn var farið á Haugasvæðið, í stjörnuskoðun, mæting þar 9 manns í hávaðaroki.
  • Október 2013 - Félagið afhenti Grunnskólanum í Vestmannaeyjum Jarðarbolta, ásamt kennslubókum.
  • 3. nóv. 2013 í Fiskasafninu, Karl Gauti Hjaltason, Halastjörnur, 35 manns sóttu fyrirlesturinn á Safnahelginni í Eyjum.
  • 23. des. 2013 í Sparisjóðnum hlaut félagið styrk úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja sem stofnaður var 1988 til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn á Þorláksmessu og mættu þar þrír stjórnarmenn, KGH, VVG og BTÓ.
  • 21. jan. 2014 í Safnahúsinu - Sævar Helgi Bragason, form. SSFS, um geimförin Rosettu, og Voyager I og II 42 sóttu fundinn. Áður hafði grunnskólanemendum verið boðið í fyrirlestur eftir skólatíma, en fáir mættu.
  • Apríl og maí 2014 - Félagið festi kaup á hnattlíkönum af Tunglinu og Mars, Saturn V geimflauginni og loftsteinum til að vekja áhuga skólabarna.
  • 6. maí 2014 í Safnahúsinu - Sævar Helgi Bragason, form. SSFS, um Apollo, og Saturn V geimflaugarnar. 20 sóttu fundinn. Áður var aðalfundur félagsins á sama stað.
  • 20. mars 2015 - Sólmyrkvi, Auglýst að félagið kæmi saman á Haugasvæðinu til fylgjast með þegar tunglið færi að 98% hlutum fyrir sólu, milli kl. 8:38-10:39 um morguninn. Mætingin var stórkostleg, en talið er á svæðinu hafi mætt 2-300 manns í blíðskaparveðri.
  • 7. nóvember 2015, Fyrirlestrarsalur VISKU að Strandvegi, Karl Gauti Hjaltason, Stjörnuskip, 25 manns sóttu fyrirlesturinn.

Heimildir