Stefanía Guðmundsdóttir (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefanía Guðmundsdóttir frá Mandal, verkakona, síðar húsfreyja í Hallskoti í Fljótshlíð fæddist 24. maí 1932 í Mandal og lést 27. febrúar 2019.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson sjómaður frá Ási, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980, og sambýliskona hans Elísabet Brynjúlfsdóttir, síðar húsfreyja á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 21. ágúst 1911, d. 6. nóvember 1983.

Stefanía var með foreldrum sínum í Mandal 1932, fluttist ungbarn úr Eyjum til Reykjavíkur með móður sinni. Hún fluttist með henni að Önundarhorni u. Eyjafjöllum og ólst þar upp með henni og fósturföður sínum.
Stefanía fluttist til Eyja 18-19 ára með móður sinni. Þær bjuggu í Hábæ 1952, í Vöruhúsinu, (Skólavegi 1) 1953 og á Hólagötu 31 1959 og 1961.
Stefanía eignaðist tvær dætur með Adólfi, 1952 og 1953, barn með Gunnari 1959 og Magnúsi 1961. Hún fluttist til Reykjavíkur með móður sinni og börnunum 1962, fluttist að Hallskoti í Fljótshlíð 1965, giftist Eiríki.
Með Eiríki bónda í Hallskoti eignaðist hún tvo syni.
Hún bjó ekkja í Hallskoti, lést 2019.

I. Barnsfaðir Stefaníu var Adólf Sigurgeirsson sjómaður, járnsmiður, f. 15. ágúst 1930 á Sæbergi, (Urðavegi 9), d. 7. september 2023.
Börn þeirra:
1. Júlía Kristín Adólfsdóttir húsfreyja, starfsmaður á sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík, f. 24. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum maður hennar var Ragnar Sigurbjörnsson. Maður hennar er Kolbeinn Guðmannsson, f. 19. júlí 1955.
2. Elísa Berglind Adólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 24. desember 1953 að Skólavegi 1. Barnsfaðir hennar Smári Angantýr Víglundsson. Maður hennar var Viggó Rúnar Einarsson verslunarstjóri á Selfossi, f. 22. september 1955, d. 19. ágúst 2004.

II. Barnsfaðir Stefaníu var Gunnar Bergmann Axelsson, f. 23. apríl 1936, d. 21. september 2015.
Barn þeirra:
3. Halla Bergmann Gunnarsdóttir, f. 11. júlí 1959 á Sjúkrahúsinu, d. 30. desember 2015.

III. Barnsfaðir Stefaníu var Magnús Jónsson frá Grenivík í S-Þing., f. 12. júlí 1905, d. 30. apríl 1975.
Barn þeirra:
4. Brynjólfur Tómasson Magnússon, f. 3. ágúst 1961 að Hólagötu 31.

IV. Maður Stefaníu var Eiríkur Júlíus Einarsson frá Hallskoti í Fljótshlíð, bóndi þar, f. 17. júlí 1933, d. 3. janúar 2005. Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson bóndi, f. 7. maí 1892, d. 17. september 1968, og kona hans Margrét Eiríksdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1893, d. 8. apríl 1966.
Börn þeirra:
5. Einar Eiríksson, f. 15. mars 1967.
6. Ásmundur Eiríksson, f. 30. desember 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.