Stefán Jón Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Stefán Jón Karlsson''' frá Garðsá í Fáskrúðsfirði, S.-Múl., sjómaður fæddist þar 7. febrúar 1908 og lést 10. febrúar 1988.<br> Foreldrar hans voru Karl Emil Stefánsson frá Djúpavogi, bóndi, f. 30. ágúst 1872, d. 27. desember 1949, og kona hans Jórunn Þórunn Daníelsdóttir frá Borgarhöfn í Suðursveit, húsfreyja, f. 25. október 1878, d. 2. júní 1925. Stefán Jón var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var 17 ára...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Jón Karlsson frá Garðsá í Fáskrúðsfirði, S.-Múl., sjómaður fæddist þar 7. febrúar 1908 og lést 10. febrúar 1988.
Foreldrar hans voru Karl Emil Stefánsson frá Djúpavogi, bóndi, f. 30. ágúst 1872, d. 27. desember 1949, og kona hans Jórunn Þórunn Daníelsdóttir frá Borgarhöfn í Suðursveit, húsfreyja, f. 25. október 1878, d. 2. júní 1925.

Stefán Jón var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var 17 ára.
Hann flutti frá Hafnarnesi til Eyja 1928, stundaði sjómennsku. Hann finnst ekki í Eyjum næstu áratugina.
Þau Lovísa giftu sig, eignuðust ekki börn, en Stefán Jón gekk Petru dóttur hennar í föðurstað. Þau bjuggu í Sjómannasundi 10 við Gosið 1973, síðar á Faxastíg 86.
Lovísa lést 1979.
Stefán Jón dvaldi síðast með Petru á Brekastíg 31. Hann lést 1988.

I. Kona Stefáns Jóns var Lovísa Guðríður Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 2. janúar 1924, d. 29. mars 1979.
Barn Lovísu og fósturbarn Stefáns Jóns:
1. Petra Lúðvíksdóttir, f. 16. apríl 1946, d. 4. mars 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.