Stefán Björnsson (Skuld)
Jump to navigation
Jump to search
Stefán Björnsson fæddist 16. júlí 1878 og lést 10. mars 1957. Hann reisti húsið Skuld og var kenndur við það. Eiginkona hans var Margrét Jónsdóttir húsfreyja og börn þeirra voru Eygló, Kolbeinn, Guðrún og Guðfinna.
Stefán var formaður á Skallagrím. Hann var einn af stofnendum hlutafélags um Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1925.
Árið 1954 var Stefán skipstjóri á Skaftfelling VE-33
Óskar Kárason samdi formannavísu um Stefán:
- Skarpur rennir Skalla sjá
- Skuldar Stefán aldinn,
- þó að fleyið freyði á
- faldur kólgu baldinn.
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.