Stórhöfði

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2005 kl. 14:08 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2005 kl. 14:08 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Mynd:Storhofdi ornefnakort.PNG Stórhöfði er 122 metra hár móbergsstapi sem myndar syðsta tangann á Heimaey. Höfðinn myndaðist í gosi undir jökli fyrir um 5-10 þúsund árum, og er samtengdur Heimaey um mjóa flá sem heitir Aur, en hann gengur til norðurs frá stórhöfða og myndar þar Brimurð að austan og Vík og Klauf að vestan. Sunnan við Vík eru tóttaleifar eftir fiskikrær er nefnast Erlendarkrær. Ef haldið er áfram rangsælis hringinn í kringum höfðann má finna Sölvaflá, Valshilluhamar, Napa, Fjósin, Hvannstóð, Hánef, Ketilsker, Kaplapyttir, Grásteinn, Lambhilla, Hellutá, Súlukrókur, Höfðahellir og loks er Garðsendi.

Vitinn

Fyrsti vitinn í Stórhöfða var byggður árið 1906, og hefur sama fjölskylda séð um vitann og veðurstöðina síðan árið 1910.

Veðurfar

Mynd:Vindros storhofdi.PNG Á Stórhöfða er veðurstöð sem fræg er fyrir afleit veðurskilyrði, enda er stöðin talin ein sú vindasamasta í Evrópu. Þar hafa vindar mælst allt að 119 hnútar, eða um 61 metrar á sekúndu, og ölduhæð hefur mælst allt að 30 metrar.

Lífríki

Bjargfuglar

Áætlað er að um 700.000 lundar eiga heima í Stórhöfða

Sporðdrekar

Einstök tegund sporðdreka býr í Stórhöfða....