Slysavarnadeildin Eykyndill

From Heimaslóð
Revision as of 14:46, 17 February 2017 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Slysavarnadeildin Eykyndill var stofnuð 25. mars 1934. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Sylvíu Guðmundsdóttur, Dýrfinnu Gunnarsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur, Magneu Þórðardóttur, Elínborgu Gísladóttur, Þorgerði Jónsdóttur og Soffíu Þórðardóttur. Á fyrsta starfsári Eykyndils gengu 264 konur í félagið. Aðalhvatamaður að stofnun Eykyndils var Páll Bjarnason skólastjóri ásamt eiginkonu sinni, Dýrfinnu Gunnarsdóttur.

Starfsemi félagsins gengur út á að koma í veg fyrir slys og hafa viðbúnað tilbúinn ef þau gerast. Er það bæði fyrir sjúkrastarfsemi á landi, s.s. í sjúkrabílinn, elliheimilið og á sjúkrahúsi, og fyrir sjávarútveginn, skip eru búin slysavarnatækjum frá Eykyndli og björgunarskýlið á Faxaskeri er að stórum hluta Eykyndli að þakka.


Heimildir

  • Sigríður Magnúsdóttir. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1965.