Sjöfn Jónasdóttir (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjöfn Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, kaupmaður fæddist 5. febrúar 1932 Hásteinsvegi 28.
Foreldrar hennar voru Jónas Sigurðsson skipstjóri, bátabylgjuvaktmaður, skólahúsvörður, f. 29. mars 1907, d. 4. janúar 1980, og kona hans Guðrún Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1907, d. 26. mars 2005.

Börn Guðrúnar og Jónasar:
1. Ingunn Jónasdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 12. maí 1928, d. 24. febrúar 2013 á Húsavík.
2. Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1930, d. 18. júní 2016.
3. Sjöfn Jónasdóttir, húsfreyja, kaupmaður, verslunarmaður, f. 5. febrúar 1932.
4. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari, f. 19. september 1934.
5. Sigurjón Ingvars Jónasson málari, f. 22. febrúar 1940.
Fósturbarn Guðrúnar og Jónasar er:
6. Jónas Þór Steinarsson, sonur Guðrúnar Jónasdóttur, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 2. október 1946.

Sjöfn var með foreldrum sínum í æsku, á Hásteinsvegi 28 við fæðingu, á Bergstöðum, í Hlaðbæ og í Skuld.
Sjöfn lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1949.
Hún rak verslun með Halldóri í Keflavík og Reykjavík.
Þau Halldór giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Keflavík og Reykjavík, síðast á Þinghólsbraut 45 í Kópavogi.
Halldór lést 2010.

I. Maður Sjafnar, (31. desember 1966 ), var Halldór Gunnarsson sölumaður,heildsali, kaupmaður, antík og listmunasali, f. 27. júlí 1930, d. 28. apríl 2010. Foreldrar hans voru Gunnar Salómonsson aflraunamaður, f. 15. júlí 1907, d. 3. janúar 1960, og Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1908, d. 6. september 2000.
Börn þeirra:
1. Guðni Rúnar Halldórsson, f. 13. desember 1954, d. 5. febrúar 1980. Barnsmóðir hans Helga Hauksdóttir.
2. Ólöf Halldórsdóttir, f. 15. maí 1956. Maður hennar Friðrik Brynleifsson, látinn.
3. Jónas Ragnar Halldórsson, f. 14. júní 1959. Kona hans Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir.
4. Þórunn Elva Halldórsdóttir, f. 18. maí 1966. Maður hennar Hjörtur Jóhannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.