Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Viðurkenning Siglingastofnunar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2018 kl. 14:03 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2018 kl. 14:03 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ánægjuleg viðurkenning til útgerðar og sjómanna í Vestmannaeyjum


Siglingamálastjóri, Magnús Jóhannesson kom 22. janúar s.l. í heimsókn til Vestmannaeyja. Tilgangur ferðarinnar var að veita viðurkenningu fyrir myndarlegan öryggisbúnað um borð í fiskiskipum Eyjamanna. En í skyndiskoðunum Siglingamálastofnunar á síðasta ári báru bátar úr Eyjum af hvað þetta varðar. Viðurkenning þessi segir meira en mörg orð og hér á eftir fer ræða siglingamálastjóra, Magnúsar Jóhannessonar, sem hann flutti í Básum við þetta tækifæri. Ágætu fulltrúar útvegsmanna og sjómanna hér í Vestmannaeyjum og aðrir gestir.
Ég vil byrja á því að bjóða ykkur til þessa fundar, sem hefur viljandi verið boðað til án þess að gefa tilefnið upp, en það mun nú brátt skýrast. Jafnframt vil ég þakka húsráðendum fyrir að fá að nota húsnæðið og þeim Friðriki Ásmundssyni skólastjóra og Þórarni Sigurðssyni skipaskoðunarmanni fyrir aðstoðina við að koma þessum fundi á.

Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri.

Eins og ykkur er sjálfsagt kunnugt um tók Siglingamálastofnun upp skipulega skyndiskoðun á fiskiskipum á s.l. ári. Það hafði að vísu lengi verið áhugi fyrir því hjá stofnuninni að gera meira af því að kanna fyrirvaralaust ástand öryggisbúnaðar í skipum milli hinna lögbundnu ársskoðana. Sem framkvæmdar eru að ósk eigenda skips eða skipstjóra. Sérstök fjárveiting sem við fengum á fjárlögum 1986 m.a. fyrir góðan stuðning öryggismálanefndar sjómanna, gerði okkur kleift að taka svo myndarlega á þessum þætti sem raun bar vitni á síðasta ári. en þá var framkvæmd skyndiskoðun á 143 fiskiskipum, sem er um 17,3% þilfarsskipa á skrá.
Er það mjög nálægt því marki sem við settum okkur í upphafi árs, sem var að skyndiskoða um 20% þilfarsskipa á árinu. Munum við á þessu ári setja okkur svipað markmið að þessu leyti.
Í framkvæmd hefur skyndiskoðun fiskiskipa verið með þeim hætti að tveir skipaskoðunarmenn hafa farið fyrirvaralaust um borð í skip og kannað ítarlega ástand 6-10 öryggisatriða í hverju skipi. Þessi atriði velja skoðunarmenn af sérstökum skoðunarlista, sem útbúinn hefur verið vcgna þessarar skoðunar. Lögð hefur verið áhersla á að yfirmenn skipsins sýni skoðunarmönnum umrædd atriði og séu vitni að athugun á þeim.
Allar skoðunargerðir ásamt athugasemdum ef einhverjar eru, eru skráðar í eftirlitsbók skipsins og skipstjóra afhent frumeintak skoðunarskýrslu.
Með hliðsjón af því að aðeins er um að ræða fáein atriði sem skoðuð eru má ljóst vera að mikill munur er á yfirgripi ársskoðunar og skyndiskoðunar, enda er tilgangur skyndiskoðunar allt annar.
Skyndiskoðun fiskiskipa er frá okkar hendi fyrst og fremst ætlað að veita sjómönnum og útgerðarmönnum skipa aukið aðhald og áminningu um öryggisbúnað skipanna og reyna að fá sjómenn til virkari þátttöku við að bæta eigið öryggi og forða slysum. Jafnframt að tryggja sem besta samræmingu og virkni í skipaeftirliti um allt land.
Þessum markmiðum er m.a. auðveldara að ná fram við skyndiskoðun en ársskoðun, vegna þess að þegar skyndiskoðun er framkvæmd er áhöfnskipsins öll um borð, en við ársskoðun er jafnvel aðeins fulltrúi útgerðar í landi viðstaddur. Þetta þarf að breytast, víst er að gildi ársskoðunar fyrir útgerð og áhöfn skips er og verður ávallt verulega meiri ef yfirmenn skipsins, skipstjóri og yfirvélstjóri eru viðstaddir þegar skoðun fer fram.
Við skyndiskoðun fiskiskipa á s.l. ári kom í ljós að koma skoðunarfnanna í skip vakti athygli sjómanna og leiddi oft til fjörlegra umræðna um framkvæmd öryggisatriða milli sjómanna og skoðunarmanna, en slíkt er að okkar áliti mjög af hinu góða.

Elías Björnsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, Gísli Eiríksson, formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja, Guðmundur Sveinbjörnsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélgsins Verðandi, Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og siglingamálastjóri, Magnús Jóhannesson.

Aukin áhersla stofnunarinnar á mikilvægi þjálfunar áhafna mun á þessu ári m.a. koma fram í kröfum um sérstaka neyðaráætlun í öllum fiskiskipum, stærri en 100 brl. og á þessu ári og því næsta, kröfum um reglulegar björgunar- og eldvarnaræfingar á sömu skipum.
Seint á síðasta ári þegar við hófum að fara yfir niöurstöður úr skyndiskoðun fiskiskipa, komu fram hugmyndir um það með hvaða hætti mætti nýta heildarniðurstöður þessarar könnunar þannig að hún gæti orðið útgerðarmönnum og sjómönnum frekari hvatning til að gera betur því að ljóst er að til mikils er að vinna hvernig svo sem á það er litið.
Siglingamálastofnun ríkisins hefur frá öndverðu e.t.v. meira verið þekkt fyrir það að benda á það sem miður fer í öryggisbúnaði skipa en það sem vel er gert, enda er það reyndar meginhlutverk stofnunarinnar að sjá til þess að skip fullnægi öryggiskröfum að þessu leyti og því vekur það ekki neina sérstaka athygli þegar allt er í lagi.
Því vaknaði sú hugmynd í sambandi við niðurstöður skyndiskoðunar á fiskiskipum fyrir árið 1986 að rétt væri nú að vekja athygli á því sem vel væri gert og var ákveðið að veita sérstakar viðurkenningar þeim aðilum sem með réttu mætti segja að hefðu komið best út í þessum athugunum eftir skipaskráningarumimdæmum.
í Ijósi þess að ástand öryggisatriða um borð í hverju skipi er ekki eingöngu mál útgerðar og skipstjóra í reynd þó lagaleg ábyrgð sé fyrst og fremst hjá þeim, heldur byggist á skilningi og samvinnu allrar áhafnarinnar, ákváðum við að veita hagsmunasamtökum útgerðarmanna og sjómanna þar sem niðurstöður úr skyndiskoðun fiskiskipa gæfu mest tilefni til þess, sérstaka viðurkenningu.
Helstu niðurstöður úr skyndiskoðun fiskiskipa árið 1986 er þær að skoðuð voru 1040 öryggisatriðií 143 skipum. í lagi reyndust 774 atriði eða 74,4%. í 9 skipum var ástand því miður þannig að krefjast varð tafarlausra lagfæringa á nokkrum öryggisatriðum og voru skipin stöðvuð tímabundið meðan lagfæringar fóru fram. Í öðrum tilvikum var veittur skammur frestur til lagfæringa þar sem athugasemdir voru gerðar. Best útkoma eftir skipaskráningarumdæmum reyndist vera á skipum héðan úr Vestmannaeyjum. Skoðuð voru 159 öryggisatriði í 20 skipum. Í lagi reyndust vera 146"atriði eða 91,8%.
Við höfum því ákveðið að veita nú af þessu tilefni Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi, Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og Sjómannafélaginu Jötni viðurkenningu fyrir bestu niðurstöður í skyndiskoðun fiskiskipa árið 1986.
Ég vil biðja formann Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Hilmar Rósmundsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, Guðmund Sveinbjörnsson, formann Vélstjórafélags Vestmannaeyja Gísla Eiríksson og formann Sjómannafélagsins Jötuns Elías Björnsson að koma hér upp og veita viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins af þessu tilefni.
Það er von mín að þessi viðurkenning megi verða ykkur svo og öðrum útgerðarmönnum og sjómönnum um allt land hvatning til þess að gera enn betur í viðhaldi öryggisbúnaðar og til að aukmeðvitund allra sjómanna um eigið öryggi, þá er tilgangi náð.