Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1963/ Halkion hefur bjargað 24 mönnum úr sjávarháska

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2016 kl. 13:45 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2016 kl. 13:45 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Halkion hefur bjargað 24 mönnum úr sjávarháska


Stefán Stefánsson, skipstjóri á Halkion.

Það má einstakt heita, að vélbáturinn Halkion hefur, þótt hann sé yngsta skipið í Vestmannaeyjahöfn, þegar borið gæfu til að hrífa ekki færri en 24 menn beint úr dauðans greipum.
Er þess þá fyrst að minnast að þegar vélbáturinn Blátindur frá Keflavík (fyrrum Eyjabátur) var vélbilaður í ofviðri sunnan við Færeyjar í fyrra, bjargarlaus, þá fann Halkion hann og dró til hafnar og bjarhaði þar með áhöfn hans.
Næst er þess að geta, sem enn er í fersku minni, að þegar vélbáturinn Bergur VE-44 ferst vestur við Snæfellsnes á síðasta hausti, bjargaði Halkion allri áhöfninni og var það einstök gæfa, að þar varð ekki manntjón.
Og enn hefur þeim Halkionsmönnum tekizt svo giftusamlega, sem raun er á.
Það er máske aflagður siður nú á dögum, sem algengur var þó fyrr á árum, að menn bæru hug til skipa, hlýjan eða kaldan, eftir því, sem efni stóðu til. En þó getur varla hjá þvi farið, að Vestmannaeyingum flestum hljóti að þykja dálítið vænt um Halkion. Hann hefur svo sannarlega til þess unnið.
Sjómannadagsráð óskar skipstjóra og skipshöfn til hamingju með daginn.

Halkion VE 205.