Silfurmáfur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2007 kl. 09:11 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2007 kl. 09:11 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Silfurmáfur (Larus argentatus)

Silfurmáfurinn er af mávaætt. Hann er ljósgrár og hefur gulan gogg með rauðan blett, hann hefur bleika fætur og svarta vængenda. Karl og kvenfuglinn eru eins á lit. Ungfuglinn er brúnyrjóttur á baki og vængjum, með brúnan búk og svartan gogg. Fullorðinn silfurmáfur er um 63 cm að lengd, um 1 kg að þyngd og vænghafið er 1,4-1,55 m.

Silfurmáfar sækja æti í fjörur og éta fjölbreytta fæðu svo sem hryggleysingja, fisk, fiskiúrgang og annan úrgangsmat. Þeir lifa aðallega við sjó, og er mikill klettafugl þó að hann verpi stundum líka á flatlendi við sjóinn, eða við vötn inni í landi. Eins og flestir aðrir máfar er silfurmáfurinn mjög félagslyndur þ.e innan sinnar tegundar, enda njóta þeir góðs af félagsskapnum því innan hóps þeirra er hópvernd. Hjúskapur silfurmáfsins er einkvæni, karlfuglinn velur sér varpsetur og býður svo kvenfuglinum til sín, þetta er biðilsaðferð þeirra. Silfurmáfar verpa um 3 eggjum í maí/júní og er ásetutímin um einn mánuður, báðir foreldraranir gæta hreiðursins á meðan á útungunin fer fram og einnig unganna eftir að útungunin hefur átt sér stað sem tekur um 4 vikur. Eggjaskurnið eru mosagrænt, rauðbrúnt, grátt og brúndröfnótt. Unginn er í hreiðrinu í 35-40 daga og verður kynþroska á 3-7 árum, ungarnir fara svo yfirleitt frá landinu, annars er silfurmáfurinn að mestu leyti staðfugl.

  • Lengd: 55-67 cm.
  • Fluglag: Ber oft skeljar hátt á loft og lætur þær falla niður á grjót. Síðan steypir hann sér niður til að aðgæta hvort skelin hafi brotnað.
  • Fæða: Er nánast alæta. Hann leitar sér fæðu í fjöru og fuglabyggðum, en ekki síður á öskuhaugum og þar sem fiskúrgang er að finna.
  • Varpstöðvar: Strendur og eyjar, ósar og hafnir. Fuglinn er félagslyndur og verpir í byggðum við sjó, á flatlendi og á grónum bjargsyllum.
  • Hreiður: Gerir sér hreiðurdyngju úr sprekum, rusli og sinu.
  • Egg: Þrjú egg, ólífugræn með brúnum dröfnum.
  • Heimkynni: Er mjög algengur víða á norðurslóðum og hefur honum fjölgað gífurlega á síðari árum eins og fleiri mávategundum.