Sigurveig M. Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Sigurveig Margrét Andersen)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurveig Margrét Andersen frá Siglufirði, húsfreyja fæddist 9. október 1951.
Foreldrar hennar Ingvald Andersen matsveinn, f. 7. maí 1923 á Siglufirði, d. 30. júní 2012 í Eyjum, og kona hans Málfríður Anna Bjarnadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 15. janúar 1923, d. 28. maí 2002 í Eyjum.

Þau Rúnar giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Ólafur Þór giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Óli Ágúst giftu sig 2005, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu við Foldahraun 41.
Óli lést 2023.

I. Maður Sigurveigar, skildu, Rúnar Guðmundsson, f. 17. júlí 1951. Foreldrar hans Guðmundur Vigfús Björgvinsson, f. 1. maí 1925, d. 9. apríl 2015, og Svanhvít Hannesdóttir, f. 17. janúar 1928, d. 10. ágúst 2022.
Börn þeirra:
1. Ingvald Rúnarsson, f. 7. febrúar 1970, d. 30. desember 1974.
2. Björgvin Þór Rúnarsson, f. 15. desember 1971.
3. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir, f. 14. ágúst 1974.

II. Maður Sigurveigar, skildu, Ólafur Þór Ólafsson, f. 26. nóvember 1953. Foreldrar hans Ólafur Tryggvi Ólafsson, f. 25. apríl 1933, d. 8. nóvember 2017, og Hulda Svanhilur Jóhannesdóttir, f. 7. júní 1931.
Börn þeirra:
4. Svanhildur Inga Ólafsdóttir, f. 20. febrúar 1979.
5. Þóra Margrét Ólafsdóttir, f. 6. mars 1989.

III. Maður Sigurveigar, (8. október 2005), var Óli Ágúst Ólafsson bóndi, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 11. ágúst 1940, d. 18. ferúasr 2023. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson sjómaður, bóndi, f. 21. október 1907, d. 9. nóvember 1981 og kona hans Ástrós Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1915, d. 24. maí 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Óla Ágústs.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.