Sigurrós Sóley Sigurðardóttir

From Heimaslóð
Revision as of 16:34, 30 October 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigurrós Sóley Sigurðardóttir.

Sigurrós Sóley Sigurðardóttir frá Fagurhól, húsfreyja fæddist 9. nóvember 1913 og lést 3. september 2001.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, drukknaði 2. febrúar 1914, og kona hans Þóranna Ögmundsdóttir húsfreyja, verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 1. desember 1873, d. 16. maí 1959.

Börn Þórönnu og Sigurðar voru:
1. Vigdís Ögmunda Sigurðardóttir, f. 25. desember 1908, d. 12. janúar 1909.
2. Sigurjón Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
3. Ögmundur Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 17. janúar 1911, d. 22. september 1994.
4. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.
5. Sigurrós Sóley Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Sigurrós Sóley var með foreldrum sínum skamma stund, því að faðir hennar drukknaði í febrúar 1914, er hún var tæpra þriggja mánaða gömul.
Hún var með móður sinni, systkinum og ekklinum Ögmundi móðurföður sínum í Fagurhól 1914, en í Landakoti 1915, með sama fólki 1930 nema Ögmundi bróður sínum, sem var á Höfðabrekku í Mýrdal. Hún var með móður sinni þar 1934, ásamt Ögmundi bróður sínum, og með henni þar 1940.
Sigurrós var send tvö sumur í sveit u. Eyjafjöll, var í vist í Eyjum á vetrum, var við barnagæslu í Reykjavík nokkur sumur, einnig á Selfossi og í Mýrdal, en mest vann hún í vist í Eyjum á unga aldri, við veitingastörf hjá Tótu í Þingholti og var ráðskona í Tangasjóbúðinni og í vist hjá Margréti Gunnarsdóttur á Reynifelli. Sigurrós vann síðar lengst ýmiss störf utan heimilis.
1942 réðst Sigurrós ráðskona til Guðjóns Vigfússonar, sem þá átti og bjó á Strandbergi við Strandveg.
Þau Guðjón giftu sig 1943, eignuðust sex börn, en þrjú fyrstu börn þeirra, þríburar, fæddust andvana. Guðjón átti þrjú börn frá fyrri hjónaböndum.
Þau byggðu hús við Hásteinsveg 49 ásamt Ögmundi bróður Sigurrósar 1946. Þar bjuggu þau til vors 1951, er þau fluttu til Reykjavíkur, fluttust á Melabraut 5 á Seltjarnarnesi.
Guðjón lést 1996 og Sigurrós Sóley 2001.

I. Maður Sigurrósar, (31. desember 1943), var Guðjón Vigfússon skipstjóri, hafnsögumaður, f. 1. september 1902 í Grenivík við Eyjafjörð, d. 26. nóvember 1996.
Börn þeirra:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
Börn Guðjóns úr öðru hjónabandi og fósturbörn Sigurrósar Sóleyjar:
4. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
5. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi:
6. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.