Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson.

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson hjúkrunarfræðingur fæddist 3. nóvember 1922 í Ásbyrgi og lést 18. nóvember 2001.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959, og önnur kona hans Sigurlaug Björnsdóttir kennari, f. 3. júní 1896, d. 16. janúar 1923.

Börn Þorsteins og fyrstu konu hans Önnu Johnson voru:
1. Óskar Þorsteinsson skipstjóri, síðar bóksali, f. 15. júlí 1915, d. 28. júní 1999. Kona hans (skildu) var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1912, d. 21. janúar 2003.
2. Grethe Johnson, var búsett í Danmörku, f. 1916.
3. Jon Thorstein Johnson, var búsettur í Danmörku, f. 3. desember 1917.
Barn Þorsteins og annarar konu hans Sigurlaugar Björnsdóttur var:
4. Sigurlaug Þórey röntgen-hjúkrunarfræðingur, f. 3. nóvember 1922, d. 18. nóvember 2001.

Sigurlaug varð gagnnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1940, lauk námi í Hjúkrunarskólanum í september 1946, nam við Rigshospital í Ósló 6 mánuði 1955, Rigshospital í Kaupmannahöfn 6 mánúði 1955-1956, stundaði framhaldsnám í röntgendeild Landspítaland 1956-1957.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum 1946-1947, á röntgendeild Lsp 1952-1955 og röntgendeild Lsp frá 1957 til starfsloka vegna aldurs.
Þau Hermann giftu sig 1948, eignuðust eitt barn.
Jóhann lést af slysförum 1951 og Sigurlaug lést 1959.

I. Maður Sigurlaugar, (12. júní 1948), var sr. Jóhann Hermann Gunnarsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, N-Múl., prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit, f. 30. júní 1920, d. af slysförum 10. október 1951.
Barn þeirra:
1. Ragnheiður Hermannsdóttir kennari, f. 15. maí 1949. Maður hennar Magnús Jóhannesson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 7. desember 2001. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.