Sigurlás Þorleifsson (Reynistað)

From Heimaslóð
Revision as of 10:34, 12 May 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Sigurlás Þorleifsson á Reynistað, verkamaður fæddist 13. ágúst 1893 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang. og lést 26. nóvember 1980.
Foreldrar hans voru Þorleifur Nikulásson bóndi á Efra-Hvoli og Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 30. ágúst 1863, d. 21. apríl 1940, og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1866, d. 20. ágúst 1959.

Systkini Sigurláss í Eyjum voru:
1. Gróa Þorleifsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.
2. Jón Þorleifsson bifreiðastjóri, f. 24. júní 1898, d. 29. mars 1983.
3. Sigurgeir Þorleifsson á Sæbergi, f. 12. júlí 1902, d. 24. ágúst 1950.

Sigurlás var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var kvæntur sjómaður með Rannveigu Guðlaugu í Traðarhúsum í Höfnum á Reykjanesi 1920. Þau eignuðust Margréti Freyju á Miðhúsum í Hvolhreppi 1921, en skildu.
Sigurlás eignaðist tvö börn með Aðalheiði Gísladóttur, síðar húsfreyju á Hásteinsvegi 17. Þau voru Hulda og Baldur.
Þau Þuríður giftu sig í Eyjum í lok árs 1928 og Sigurlás fluttist formlega til Eyja frá Hvolhreppi árið eftir.
Þau bjuggu á Rafnseyri, (Kirkjuvegi 12) við fæðingu Eggerts 1929 og Þorleifs 1930, en á Brekastíg 28, (Hálsi) í lok árs 1930 og enn 1933, en voru komin að Reynistað, (Vesturvegi 7) 1934. Þar bjuggu þau síðan.
Sigurlás lést 1980 og Þuríður 1992.

I. Kona, (skildu), var Rannveig Guðlaug Magnúsdóttir húsfreyja frá Traðarhúsum í Höfnum, síðast í Sandgerði, f. 24. júní 1902, d. 7. ágúst 1988. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon útvegsbóndi og sjómaður í Traðarhúsum, f. 9. febrúar 1881, d. 15. júní 1949, og kona hans Margrét Erlendsdóttir frá Leirvogstungu í Mosfellssveit, húsfreyja, f. 19. júní 1880, d. 13. nóvember 1932.
Barn þeirra var
1. Margrét Freyja Sigurlásdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. júní 1921, d. 6. mars 1960.

II. Barnsmóðir Sigurláss að tvemur börnum var Aðalheiður Gísladóttir húsfreyja Hásteinsvegi 17, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933. Hún var þar ráðskona Björgvins Hafsteins Pálssonar frá Brekkuhúsi.
Börn þeirra voru:
2. Hulda Sigurlásdóttir, f. 2. apríl 1924. Hún var í Langagerði í Hvolhreppi 1930, d. 31. október 2017.
3. Baldur Sigurlásson sjómaður, f. 26. júlí 1926, d. 28. júlí 1980.

III. Kona Sigurláss, (23. desember 1928), var Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja frá Rafnseyri, f. 13. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992.
Börn þeirra:
4. Eggert Sigurlásson, f. 20. febrúar 1929 á Rafnseyri, d. 29. ágúst 1978.
5. Þorleifur Sigurlásson, f. 16. mars 1930 á Rafnseyri.
6. Anna Sigurlásdóttir, f. 18. janúar 1933 á Hálsi v. Brekastíg, d. 2. janúar 2010.
7. Kristín Sigurlásdóttir, f. 28. apríl 1935 á Reynistað.
8. Ásta Sigurlásdóttir, f. 5. febrúar 1937 á Reynistað, d. 29. mars 2015.
9. Ólöf Sigurlásdóttir, f. 11. janúar 1939 á Reynistað.
10. Jóna Sigurlásdóttir, f. 11. júlí 1940 á Reynistað.
11. Gústaf Sigurlásson, f. 19. september 1941 á Reynistað.
12. Helgi Sigurlásson, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
13. Andvana drengur, tvíburabróðir Helga, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
14. Reynir Sigurlásson, f. 6. janúar 1946 á Reynistað, d. 1. mars 1979.
15. Erna Sigurlásdóttir, f. 23. september 1947 á Reynistað, d. 19. júní 1989.
16. Margrét Sigurlásdóttir, f. 1. janúar 1949 á Reynistað.
17. Geir Sigurlásson, f. 1. apríl 1950 að Reynistað.
18. Linda Sigurlásdóttir, f. 5. mars 1955 að Reynistað.
Fósturdóttir Sigurláss, dóttir Þuríðar frá fyrra sambandi:
19. Margrét Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 31. júlí 1926 í Djúpadal í Hvolhreppi, d. 13. apríl 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.