„Sigurgeir Þorleifsson (Sæbergi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurgeir Þorleifsson''' frá Miðhúsum í Hvolhreppi, verkamaður á Sæbergi fæddist 12. júlí 1902 á Efra-Hvoli þar og lést 24. ágúst 1950.<br> Foreldrar hans voru ...)
 
m (Verndaði „Sigurgeir Þorleifsson (Sæbergi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 2. desember 2016 kl. 14:08

Sigurgeir Þorleifsson frá Miðhúsum í Hvolhreppi, verkamaður á Sæbergi fæddist 12. júlí 1902 á Efra-Hvoli þar og lést 24. ágúst 1950.
Foreldrar hans voru Þorleifur Nikulásson bóndi á Efra-Hvoli og Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 30. ágúst 1863, d. 21. apríl 1940, og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1866, d. 20. ágúst 1959.

Systkini Sigurgeirs í Eyjum voru:
1. Sigurlás Þorleifsson verkamaður á Reynistað, f. 13. ágúst 1893 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 26. nóvember 1980.
2. Gróa Þorleifsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.
3. Jón Þorleifsson bifreiðastjóri, f. 24. júní 1898, d. 29. mars 1983.

Sigurgeir var með foreldrum sínum á Miðhúsum í Hvolhreppi 1910 og 1920.
Þau Júlía fluttust til Eyja 1926 og giftu sig á árinu, bjuggu á Sæbergi, (Urðavegi 9), eignuðust Adólf í ágúst. Á Sæbergi bjuggu þau síðan, en Júlía lést 1933.
Adólf fór í fóstur til Gunnsteins Eyjólfssonar og konu hans Gróu Þorleifsdóttur föðursystur sinnar í Stafholti og ólst þar upp.
Sigurgeir bjó í Stafholti hjá Gróu systur sinni 1934 og þar var Adólf sonur hans í fóstri.
Sigurgeir hóf sambúð með Ásdísi 1935. Þau eignuðust Júlíu 1937, bjuggu á Hásteinsvegi 17 1940, í Sigtúni 1945, í Heiðardal 1949.
Sigurgeir lést 1950.

I. Kona Sigurgeirs, (12. desember 1925), var Júlía Gísladóttir frá Langagerði í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 16. júlí 1904, d. 19. september 1933.
Barn þeirra:
1. Adólf Sigurgeirsson, f. 15. ágúst 1930 á Sæbergi, Urðavegi 9.

II. Sambýliskona Sigurgeirs frá 1935 var Ásdís Jónasdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona , f. 30. október 1909 á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 10. maí 2003.
Barn þeirra:
2. Júlía Sigurgeirsdóttir í Reykjanesbæ, f. 31. ágúst 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.