Sigurfinna Eiríksdóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. nóvember 2020 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2020 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurfinna Eiríksdóttir (Dvergasteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurfinna Eiríksdóttir frá Dvergasteini, húsfreyja fæddist 21. júlí 1915 á Gjábakka og lést 4. ágúst 1997 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1884 á Svínhólum í Lóni, A-Skaft, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Júlíu og fyrri manns hennar Sigfinns Árnasonar:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og síðari manns hennar Eiríks Ögmundssonar:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Sigurfinna var með foreldrum sínum á Gjábakka, í Dvergasteini til 1937, en farin 1938.
Þau Þorleifur giftu sig 1938, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Dagsbrún í Neskaupstað, fluttu frá Norðfirði til Hafnarfjarðar 1964 og til Eyja 1969. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 17 til Goss. Þau fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu í Árbænum, en fluttu að nýju til Neskaupstaðar 1976, bjuggu á Gilsbakka 11 í Neskaupstað.
Þau fluttu síðar á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast á Naustahlein 19 í Garðabæ.
Þorleifur lést 1994 og Sigurfinna 1997.

I. Maður Sigurfinnu, (8. október 1938 í Neskaupstað), var Ölver Þorleifur Jónasson skipstjóri frá Dagsbrún í Neskaupstað, f. 11. október 1914, d. 1. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Þorleifsson skipstjóri, f. 4. janúar 1940, d. 28. júlí 2019. Barnsmóðir hans Þuríður Margrét Haraldsdóttir. Barnsmóðir Kolbrún Vilbergsdóttir. Kona hans Berta Guðný Kjartansdóttir.
2. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, f. 8. september 1945. Maður hennar Ólafur Gunnar Gíslason.
4) Eiríkur Þorleifsson skipstjóri, f. 28. júlí 1950. Kona hans Jónasína Þóra Erlendsdóttir.
5.-6.Tvíburinn Jónas Pétur Þorleifsson sjómaður, farmaður í Hafnarfirði og Kópavogi, f. 3. desember 1956 í Dagsbrún í Norðfirði, d. 22. október 2012. Kona hans Gina Barriga Cuizon.
5.-6. Tvíburinn Herbert Þorleifsson byggingaverkamaður, f. 3. desember 1956 í Dagsbrún. Sambúðarkona Hrefna Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. september 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.