Sigurborg Björnsdóttir (Búðarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurborg Björnsdóttir''' frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 29. nóvember 1932 á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðahreppi, N.-Múl., og lést 9. desember 1993. <br> Foreldrar hennar voru Björn Björnsson, þá bóndi, f. 10. desember 1887, d. 9. júlí 1973, og kona hans Grímlaug ''Margrét'' Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1899, d. 12. maí 1986. Sigurborg var með foreldrum sínum í æsku, fluttist á fyrsta ári með þeim á Eyrar við Seyðis...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurborg Björnsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 29. nóvember 1932 á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðahreppi, N.-Múl., og lést 9. desember 1993.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson, þá bóndi, f. 10. desember 1887, d. 9. júlí 1973, og kona hans Grímlaug Margrét Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1899, d. 12. maí 1986.

Sigurborg var með foreldrum sínum í æsku, fluttist á fyrsta ári með þeim á Eyrar við Seyðisfjörð.
Hún fór fyrst á vetrarvertíð á Hornarfirði og í síldina á Siglufirði, en kom til Eyja á vertíð 1951.
Þau Ólafur giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau hófu búskap á Búðarfelli, reistu síðan húsið við Fjólugötu 11 1961 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1988, bjuggu síðast á Skúlagötu 64.
Sigurborg lést 1993 og Ólafur 2009.

Maður Sigurborgar, (21. júní 1953), var Ólafur Runólfsson frá Búðarfelli, húsasmíðameistari, matsveinn, framkvæmdastjóri, húsvörður, f. 2. janúar 1932, d. 7. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Guðrún Petra Ólafsdóttir, f. 8. september 1952. Maður hennar Jóhannes Kristinsson.
2. Margrét Birna Ólafsdóttir, f. 11. maí 1954, d. 7. nóvember 1954.
3. Ester Ólafsdóttir, f. 7. nóvember 1956. Maður hennar Einar Bjarnason.
4. Birgir Runólfur Ólafsson, f. 8. maí 1962. Barnsmóðir hans Linda Sigrún Hansen. Fyrrum smabúðarkona hans Anna Lind Borgþórsdóttir. Kona hans Helga Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.