Sigurbjörn Sigfinnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2017 kl. 18:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2017 kl. 18:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurbjörn Sigfinnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörn Sigfinnsson.

Sigurbjörn Sigfinnsson frá Hnausum, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri fæddist þar 9. desember 1911 og lést 22. september 1979.
Foreldrar hans voru Sigfinnur Árnason sjómaður frá Borgum í Norðfirði, f. 10. maí 1890, drukknaði frá Eyjum 2. ágúst 1913, og kona hans Júlía Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Júlíu og Sigfinns voru:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður í Eyjum, vélstjóri, skipstjóri, f. 9. desember 1911, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og Eiríks Ögmundssonar og hálfsystkini Sigurbjarnar voru:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Sigurbjörn missti föður sinn á öðru aldursári sínu.
Hann var sendur í fóstur til móðurafa og -ömmu að Grund u. Eyjafjöllum 1914 og ólst þar upp, ,,tökubarn“ 1920 og var þar enn 1930.
Þau Guðrún giftu sig í Reykjavík 1939 og fluttust til Eyja á árinu, bjuggu á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35 1939 við fæðingu Sigríðar og bjuggu þar 1940, á Herðubreið, Heimagötu 28 1940-1949, í Sólhlíð 26 1949 og til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur og bjuggu að Austurbergi 10.
Sigurbjörn stundaði sjómennsku, var vélstjóri og skipstjóri.
Hann lést 1979 og Guðrún Gíslína 1995.

I. Kona Sigurbjarnar, (1939 í Reykjavík), var Guðrún Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 2. júní 1913 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 29. október 1995.
Barn þeirra
1. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, f. 24. október 1939 á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35. {{Heimildir|

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • [[Sigríður Sigurbjörnsdóttir (Sólhlíð)|Sigríður Sigurbjörnsdóttir.}}


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.