Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hólalndi í Borgarfirði eystra, húsfreyja fæddist þar 1. október 1883 og lést 25. janúar 1967.
Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason frá Miklagarði í Skagafirði, bóndi, f. 6. ágúst 1823, d. 19. september 1899, og kona hans Guðrún Sigfúsdóttir frá Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði eystra, húsfeyja, f. 4. apríl 1844, d. 11. október 1901.
Fósturforeldrar hennar voru bændurnir á Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra, þau Vilhjálmur Stefánsson og kona hans Sólveig Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum skamma stund. Hún var fósturbarn á Þrándarstöðum 1885, hjú á Hofi í Ássókn í N-Múl. 1901, við afgreiðslu í Verslun Stefáns Th. Jónsson á Seyðisfirði, leigjandi í Frederiksenshúsi þar 1910, flutti þaðan til Eyja 1911.
Sigurbjörg vann fyrir Kvenfélagið Líkn, var formaður þess um skeið og lengi varaformaður.
Þau Árni giftu sig 1913, fóstruðu Yngva Þóri, sem varð kjörbarn þeirra. Árni eignaðist barn með Önnu Andrésdóttur á Reynivöllum 1919, og ólst barnið upp hjá þeim Árna. Þau bjuggu í Frydendal 1920, í Stakkagerði 1930 og 1934, fluttu til Reykjavíkur um 1936, þar sem Árni var kaupmaður.
Árni lést 1957 og Sigurbjörg 1967.

I. Maður Sigurbjargar, (20. september 1913), var Árni Gíslason frá Stakkagerði við Kirkjuveg 26, verslunarmaður, bókari, um sttund kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Bjarma, hafnargjaldkeri, kaupmaður í Reykjavík 1945, f. 2. mars 1889, d. 8. deptember 1957 að Prestbakka í Strandasýslu¹¹ II.
Barn þeirra (kjörbarn):
1. Yngvi Þórir Árnason prestur, f. 17. september 1916, d. 4. febrúar 1991.
Barn Árna með Önnu Andrésdóttur og fósturbarn hjónanna:
2. Guðbjörg Lilja Árnadóttir, síðar í Reykjavík, f. 23. desember 1919, d. 16. september 2003.
Auk þess var
3. Sigurður Guttormsson systursonur Sigurbjargar, bankastarfsmaður, f. 15. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1998, hjá þeim frá 15 ára aldri í nokkur ár.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.