Sigurður Sigurðsson (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði, vélvirkjameistari fæddist 20. mars 1943.
Foreldrar hans voru Sigurður Bogason bókhaldari, skrifstofustjóri, f. 29. nóvember 1903, d. 20. nóvember 1969, og kona hans Matthildur Ágústsdóttir frá Stakkagerði, húsfreyja f. 28. júlí 1900, d. 18. júní 1984.

Börn Matthildar og Sigurðar:
1. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Brander, f. 26. desember 1927 í Valhöll.
2. Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 20. mars 1929 í Valhöll.
3. Bogi Sigurðsson, f. 9. febrúar 1932 í Valhöll.
4. Haukur Sigurðsson, f. 11. desember 1934 í Valhöll.
5. Þórdís Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1939 í Stakkagerði, d. 24. desember 1994.
6. Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940 í Stakkagerði.
7. Sigurður Sigurðsson, f. 20. mars 1943 í Stakkagerði.

Sigurður var með foreldrum sínum.
Hann lærði vélvirkjun, varð vélvirkjameistari.
Sigurður varð verkstjóri hjá Siglingastofnun.
Þau Elín Gréta giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau búa við Barðavog í Rvk.

I. Kona Sigurðar er Elín Gréta Kortsdóttir kennari, f. 1. ágúst 1943. Foreldrar hennar Kort Ármann Ingvarsson frá Klömbru u. Eyjafjöllum, bóndi, verkamaður, f. 6. janúar 1908, d. 7. apríl 1986, og kona hans Ásta Einarsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, Árn., húsfreyja, f. 7. október 1915, d. 8. júlí 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.