Sigurður Árnason (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Árnason''' bóndi á Steinsstöðum fæddist 1844 og hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880.<br> Foreldrar hans voru Árni Árnason...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum fæddist 1844 og hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880.
Foreldrar hans voru Árni Árnason í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 13. janúar 1823 þar, d. 4. september 1845 þar, og Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrrum húsfreyja í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 2. október 1815 í Gröf í Skaftártungu, d. 11. mars 1854 á Þórunúpi í Rang.

Sigurður var tökubarn á Flögu í Skaftártungu 1844-1845, í Sauðhúsnesi í Álftaveri 1845-1846. Hann var með móður sinni í Hrífunesi 1846-1852 og fór þá að Þórunúpi. Hann var aftur tökubarn á Flögu 1854-1855, á Búlandi í Skaftártungu 1855-1856, niðursetningur í Svínadal þar 1856-1857, í Hvammi þar 1857-1861, vinnudrengur í Efri-Ey í Meðallandi 1861-1862. Þá fór hann að Mið-Mörk u. Eyjafjöllum.
Sigurður fluttist til Eyja frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum 1864, vinnumaður að Kirkjubæ.
Hann var vinnumaður í Elínarhúsi 1870, vinnumaður í Draumbæ 1871, bóndi á Steinsstöðum við andlát 1880.

Kona Sigurðar, (7. júní 1872), var Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.
Börn þeirra voru:
1. Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871, d. líklega í Vesturheimi.
2. Jón Sigurðsson, f. 8. mars 1880, d. 17. mars 1880 úr „barnaveiki“.


Heimildir