Sigurður Ó. Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2019 kl. 12:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2019 kl. 12:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Ólafsson Haraldsson''' frá Götu sjómaður, bókbindari, iðnverkamaður í Reykjavík fæddist 10. ágúst 1911 og lést 5. apríl 1992.<br> Foreldrar hans...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ólafsson Haraldsson frá Götu sjómaður, bókbindari, iðnverkamaður í Reykjavík fæddist 10. ágúst 1911 og lést 5. apríl 1992.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.

Börn Kristínar og Haraldar:
1. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
2. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
3. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
4. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
5. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
6. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.

Börn Haraldar og Guðnýjar Kristjönu Einarsdóttur:
7. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
8. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
9. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
10. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
11. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.

Börn Kristínar og fyrri manns hennar Jóns Antonssonar:
11. Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1999. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
12. Ingvar Þorgils Jónsson Antonsson gullsmiður, fór til Vesturheims, f. 15. júlí 1903, d. 3. janúar 2004.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim á Eiðið 1912, að Götu 1913 og var þar með þeim til 1917, er þau skildu.
Móðir hans fluttist til Reykjavíkur 1917, kom sumum börnum sínum í fóstur á bæjum í Fljótshlíð. Sigurður stefndi að Teigi samkvæmt brottfararskrá, en var tökubarn á Árgilsstöðum 1920 og var þar fram yfir fermingu, en fluttist þá til móður sinnar í Reykjavík.
Hann varð sjómaður, var á síldarbátum og einnig á varðskipinu Ægi, var skipverji á honum í Ísafjarðarhöfn við manntal 1930.
Sigurður veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum í 12 ár. Þá vann hann í Bókaverslun Ísafoldar um skeið, en veiktist að nýju og dvaldi á Kristnesi í Eyjafirði. Meðferð þar heppnaðist vel.
Hann lærði bókband á Vífilsstöðum og stundaði þá iðju með öðrum störfum.
Sigurður vann á gullsmíðaverkstæðum og störf iðnverkamanna. Hann vann í mörg ár í Gluggum hf. og rak síðar Ljóra sf. ásamt félögum sínum, en vann heima við gull- og silfursmíðar og bókband.
Á Vífilsstöðum trúlofaðist Sigurður ungri stúlku, Valgerði Sigurðardóttur, en hún lést stuttu síðar.
Þau Sigríður giftu sig 1956, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Bárugötu 20, í Bogahlíð 17 og á Hvassaleiti.
Sigríður lést 1982 og Sigurður 1992.

I. Kona Sigurðar, (4. febrúar 1956), var Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, handíðakennari, íþróttakennari frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, f. þar 11. maí 1921, d. 1. október 1982. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi, f. 28. október 1865 á Litlu-Háeyri, d. 21. desember 1945, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, húsfreyja, f. 1. nóvember 1879, d. 4. apríl 1957.
Barn þeirra:
1. Valgerður Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, f. 28. apríl 1956. Maður hennar Pálmar Sölvi Sigurgeirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. apríl 1992. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.