Sigríður Vilhjálmsdóttir (Ásbrún)

From Heimaslóð
Revision as of 17:22, 6 April 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Vilhjálmsdóttir.

Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Ásbrún, Hásteinsvegi 4), húsfreyja fæddist 7. apríl 1927 á Nýlendu og lést 30. desember 2016 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jónsson frá Dölum, rafveitustjóri, f. 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971, og kona hans Nikólína Jónsdóttir frá Holti í Mjóafirði eystra, húsfreyja, leiklistarkona, f. 15. júlí 1900, d. 15. ágúst 1958.

Börn Vilhjálms og Níkólínu:
1. Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1927, d. 30. desember 2016.
2. Ólafur Kristján Vilhjálmsson rafvirki, f. 18. mars 1928, d. 4. mars 2009.
3. Guðrún Þorgerður Vilhjálmsdóttir snyrtifræðingur, f. 21. janúar 1933, d. 19. september 2017.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf í æsku, aðallega í fiskvinnslu, stundaði nám í Hússtjórnarskólanum á Akureyri. Hún vann ýmis þjónustustörf með húsfreyjustörfum sínum.
Á yngri árum söng Sigríður í Þórskvartettinum með Jónu og Ástu frá Hæli og Elínu Árnadóttur Sigfússonar.
Pétur lést 2009 og Sigríður 2016.

I. Maður Sigríðar, (27. desember 1952), var Pétur Sörlason frá Gjögri í Árneshreppi, Strand., járnsmíðameistari, vélstjóri, f. 23. ágúst 1927, d. 28. maí 2009. Foreldrar hans voru Sörli Hjálmarsson útvegsbóndi, fiskimatsmaður, síðast í Reykjavík f. 4. desember 1902, d. 1. mars 1984, og kona hans Guðbjörg Pétursdóttir húsfreyja, ljósmóðir, síðast í Reykjavík, f. 13. ágúst 1905, d. 26. júlí 1987.
Barn þeirra:
1. Vilhjálmur Sörli Pétursson vélvirki, f. 1. júlí 1957. Fyrsta kona var Arndís Haraldsdóttir, látin. Fyrrum kona hansr Lóa Baldvinsdóttir. Þriðja kona Sigrún Gísladóttir. Kona hans Fjóla Ingimundardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.