Sigríður Sigurðardóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Revision as of 20:08, 5 January 2016 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Sigurðardóttir frá Búastöðum fæddist 24. júní 1859 og lést 25. janúar 1940.
Foreldrar hennar voru Sigurður Torfason sjávarbóndi og hreppstjóri á Búastöðum, f. 14. febrúar 1822, d. 18. apríl 1870, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867.

Börn Sigurðar og Guðríðar voru:
1. Jón Sigurðsson, f. 25. febrúar 1851, d. 11. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
2. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 18. september 1852, d. 21. mars 1939.
3. Hjálmar Sigurðsson, f. 17. ágúst 1853, d. 30. október 1853 „af barnaveiki“.
4. Jón Sigurðsson, f. 22. ágúst 1854, d. 16. nóvember 1854, „dó hastarlega án þess að merki væru um nokkurn sjúkleika“.
5. Einar Sigurðsson skipstjóri, f. 25. febrúar 1856, drukknaði 31. mars 1889.
6. Tómas Sigurðsson, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1857 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir, f. 24. júní 1859, d. 25. janúar 1940.
8. Vilborg Sigurðardóttir, f. 9. júní 1858, d. 20. júní 1858 úr ginklofa.
9. Vilhjálmur Sigurðsson, f. 14. ágúst 1860, d. 2. febrúar 1861 af bólguígerð.
10. Torfi Sigurðsson verkamaður í Norðurbæ á Eyrarbakka 1930, f. 11. nóvember 1861, d. 19. september 1950.
11. Bjarni Sigurðsson, f. 5. ágúst 1863, d. 10. desember 1863 úr „uppdráttarsýki‟.
12. Gróa Björg Sigurðardóttir vinnukona, f. 26. maí 1865, d. 12 júlí 1882.
13. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 13. ágúst 1867, d. 1918.

Sigríður var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Hún var 8 ára, þegar móðir hennar lést og faðir hennar dó tæpum 3 árum síðar.
Í lok ársins var hún niðursetningur í París, niðursetningur í Stóra-Gerði 1871 og 1872, léttakind þar 1873 og 1874, vinnukona í Jónshúsi 1875.
Hún fluttist 1876 frá Jónshúsi í Mýrdal, var vinnukona á Kirkjuferju í Ölfusi 1880, í Gufunesi 1890, á Móum á Kjalarnesi við fæðingu Sigurðar Einars 1896. Hún kom til Reykjavíkur frá Seltjarnarnesi 1899, var hjú húsmóðurinnar í Þingholtsstræti 23 í Reykjavík 1901, húskona á Vesturgötu 46 í Reykjavík 1910.
Hún var skráð vinnukona hjá Sigurði Einari syni sínum og Lovísu Pálínu Árnadóttur konu hans 1920.
Sigríður lést 1940.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Ingimundur Pétursson verkamaður, síðar saltfiskverkandi í Reykjavík, f. 20. apríl 1873, d. 10. janúar 1957.
Barn þeirra var
1. Sigurður Einar Ingimundarson verslunarmaður hjá J.P.T. Bryde (mt 1910), lýsisbræðslumaður, sjómaður, f. 21. ágúst 1895, d. 12. apríl 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.