Sigríður Jónsdóttir (Dagsbrún)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2021 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2021 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Dagsbrún)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir frá Garðsstöðum á Stokkseyri, húsfreyja fæddist 14. febrúar 1896 og lést 22. maí 1961.
Foreldrar hennar voru Jón Eiríkur Jóhannsson frá Stóra-Klofa á Landi, bóndi, sjómaður f. 6. júní 1869, d. 14. október 1942, og kona hans Halla Sigurðardóttir frá Beinateig á Stokkseyri, húsfreyja, f. 1. október 1872, d. 1. ágúst 1956.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Eyja 1918, var hjú á Sólheimum 1920.
Þau Axel giftu sig 1926, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dagsbrún og á Herjólfsgötu 9.
Sigríður lést 1961 og Axel 1967.

I. Maður Sigríðar, (16. apríl 1926), var Axel Antonsson Bjarnasen kennari, vigtarmaður f. 3. febrúar 1895 í Steinum, d. 25. september 1967.
Barn þeirra:
1. Linda Grüner Axelsdóttir Bjarnasen, f. 9. mars 1921. Maður hennar Sigurður Finnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.