Sigríður Benónía Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2018 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2018 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Benónía Sigurðardóttir frá Túni, húsfreyja í Reykjavík fæddist 16. nóvember 1906 í Túni og lést 13. september 1988.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Lambhúshól u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður í Túni, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1906, og sambýliskona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.

Börn Guðbjargar og Sigurðar voru:
1. Guðlaugur Sigurðsson verkamaður á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.
Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs og hálfsystkini Guðlaugs voru:
5. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
6. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
7. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

Sigríður fæddist í Túni eftir lát föður síns. Hún var nýfædd með vinnukonunni móður sinni í Fagradal í lok árs 1906, með henni í Gerði 1907 og 1908, í Jakobshúsi 1909 og síðan þar til 1919.
Hún var með móður sinni og systkinum í Sjávarborg 1920.
Sigríður Benónía eignaðist Öldu í Götu 1926. Hún var tekin í fóstur af Guðlaugi bróður Sigríðar og Margréti Þorsteinsdóttur konu hans.
Sigríður Benónía fluttist til Reykjavíkur. Hún giftist Stefáni 1937. Þau voru barnlaus. Sigríður Benónía lést 1988.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Friðjón Steinsson verslunarmaður í Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 18. janúar 1926 í Götu, d. í febrúar 1985.

II. Maður Sigríðar, (31. júlí 1937), var Stefán Stefánsson frá Sænautaseli í N-Múlasýslu, kennari, síðar húsvörður í Menntaskólanum í Reykjavík, f. 6. ágúst 1886, d. 6. janúar 1973. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.