Sighvatur Bjarnason (bankamaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sighvatur Bjarnason


Sighvatur Bjarnason fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. desember 1998. Foreldrar hans voru Bjarni Sighvatsson, bankastjóri í Vestmannaeyjum, og Kristín Gísladóttir. Þann 4. júní kvæntist Sighvatur eiginkonu sinni, Elínu Jóhönnu Ágústsdóttur, f. 12.6. 1925.

Sighvatur og Elín eignuðust 5 börn, Bjarna, Gísla, Viktor Ágúst, Ásgeir og Elínu. Sighvatur átti dóttur af fyrra hjónabandi, Kristínu.

Sighvatur var fæddur í Vestmannaeyjum en fluttist tveggja vikna gamall til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hann flutti aftur til Eyja um þrítugt og bjó þar til 1973 er þau hjón fluttust til Reykjavíkur vegna Heimaeyjargossins. Sighvatur starfaði í Útvegsbanka Íslands í 40 ár (1948­-1988). Hann var virkur félagi í Oddfellow-reglunni um áratuga skeið.

Frekari umfjöllun

Sighvatur Bjarnason aðalgjaldkeri fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1919 í Valhöll og lést 6. desember 1998 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bjarni Sighvatsson bankastjóri, f. 22. júlí 1891, d. 20. ágúst 1953, og kona hans Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 26. október 1897, d. 17. desember 1957.

Börn Kristínar og Bjarna:
1. Sighvatur Bjarnason, f. 15. júní 1915, d. 6. desember 1998.
2. Gísli Bjarnason, f. 9. apríl 1921, d. 1. janúar 1943,
3. Lárus Bjarnason, f. 12. október 1922, d. 12. ágúst 1974.
4. Ásgeir Kristinn Bjarnason, f. 7. nóvemebr 1925, d. 4. janúar 1934.
5. Jóhanna Theodóra Bjarnadóttir, f. 3. janúar 1931, d. 30. nóvember 1990.

Sighvatur var með foreldrum sínum í Valhöll, en þau fluttu til Reykjavíkur með hann nýfæddan 1919. Hann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann í Útvegsbanka Íslands í 40 ár, frá 1948-1988, var bókari, gjaldkeri og aðalgjaldkeri.
Sighvatur flutti til Eyja um þrítugt, var starfsmaður bankans þar.
Þau Þórdís giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Elín giftu sig 1949, eignuðust sex börn, en eitt þeirra dó nýfætt. Þau bjuggu á Heimagötu 1, Hásteinsvegi 9, Hásteinsvegi 58 og Brimhólabraut 18 við Gosið 1973.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur, bjuggu á Keilufelli 17 og síðar á Háaleitisbraut 54í. Sighvatur lést 1998 og Elín 2021.

Sighvatur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Þórdís Ágústa Jóhannsdóttir, f. 16. apríl 1920 á Lambastöðum í Flóa, Árn., d. 6. nóvember 1954. Foreldrar hennar voru Jóhann Benediktsson, f. 6. janúar 1886 á Kirkjubóli í Skutulsfirði, d. 16. maí 1962, og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, f. 13. maí 1895 á Lambastöðum, d. 6. nóvember 1954.
Barn þeirra:
1. Kristín Sighvatsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. september 1942, d. 26. október 2012. Barnsfaðir hennar Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur. Maður hennar Charles J. Lynch.
2. Bryndís Sighvatsdóttir, f. 3. júní 1945 d. 30. október 1945.

II. Síðari kona Sighvats, (4. júní 1949), var Elín Jóhanna Ágústsdóttir frá Aðalbóli, f. 12. júní 1925, d. 13. október 2021.
Börn þeirra:
3. Bjarni Sighvatsson útvarpsvirki, skrifstofumaður, f. 19. júlí 1949 á Aðalbóli. Kona hans Áróra Guðrún Friðriksdóttir.
4. Gísli Sighvatsson menntaskólakennari, f. 21. október 1950 á Hásteinsvegi 9, d. 27. maí 1987. Kona hans Ólöf Helga Arnaldsdóttir Þór.
5. Viktor Ágúst Sighvatsson læknir, f. 21. janúar 1952 á Hásteinsvegi 58. Fyrrum kona Margrét Ísdal. Kona hans Jóna Margrét Jónsdóttir.
6. Ásgeir Sighvatsson rafvirki, f. 15. nóvember 1955. Kona hans Hilda Sara Torres Ortis.
7. Stúlka, f. 31. janúar 1960, d. sama dag.
8. Elín Sighvatsdóttir saumakona, ritari á Landspítala, f. 1. nóvember 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. desember 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.