Sigfríð Guðmundsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigfríð Þorbjörg Guðmundsdóttir Breiðfjörð húsfreyja fæddist 26. júní 1919 í Þingholti við Heimagötu 2a og lést 4. desember 1989.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson sjómaður, skipstjóri, f. 12. mars 1885, d. 1. ágúst 1971, og kona hans Margrét Jónasína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 27. september 1930.

Börn Margrétar og Guðmundar:
1. Sigfríð Þorbjörg Guðmundsdóttir Breiðfjörð húsfreyja, f. 26. júní 1919 í Þingholti, d. 4. desember 1989. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Jónasson. Maður hennar Kenneth Breiðfjörð.
2. Fanný Ágústa Guðmundsdóttir Thorlacius húsfreyja á Nýlendugötu 20A í Reykjavík, f. 8. október 1921 í Engidal við Brekastíg 15c. Maður hennar Þorleifur Ólafsson Thorlacius skipasmíðameistari.
3. Pálfríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1925 í Reykjavík, d. 3. nóvember 1997. Maður hennar Steinþór Ingvarsson pípulagningamaður.
4. Guðni Ragnar Guðmundsson starfsmaður Loftleiða, bjó í Ytri-Njarðvík, f. 17. júlí 1928 í Reykjavík, d. 7. febrúar 1999.

Sigfríð var með foreldrum sínum.
Hún bjó með Jóni, eignðaðist með honum tvö börn. Þau skildu samvistir.
Þau Kenneth giftu sig 1944, eignuðust fimm börn og Kenneth ættleiddi Grétar son hennar af fyrra sambandi. Þau bjuggu á Réttarholtsvegi 89.
Kenneth lést 1980 og Sigfríð 1989.

I. Fyrrum sambúðarmaður Sigfríðar var Jón Jónasson verkamaður í Reykjavík, f. 22. september 1918, d. 11. október 1990.
Börn þeirra:
1. Grétar J. Breiðfjörð, ættleiddur af Kenneth Breiðfjörð Péturssyni fósturföður sínum, f. 19. janúar 1939, d. 15. júní 2010.
2. Jóna Kolbrún Jónsdóttir húsfreyja í Hraunprýði í Garðabæ, f. 2. október 1940 í Reykjavík. Maður hennar Jörgen Tómasson verkamaður.

II. Maður Kolbrúnar, (28. október 1944), var Kenneth Breiðfjörð Pétursson verslunarmaður, f. 16. janúar 1921 á Englandi, d. 14. júlí 1980. Foreldrar hans var Pétur Breiðfjörð Guðmundsson trésmiður í Reykjavík, f. 27. ágúst 1885, d. 29. september 1952, og Dorothy Baker, f. 1897.
Börn þeirra:
3. Ævar Breiðfjörð, f. 13. desember 1944 í Reykjavík.
4. Ragnar Breiðfjörð, f. 5. janúar 1947 í Reykjavík.
5. Dorothy Mary Breiðfjörð, f. 7. janúar 1950 í Reykjavík.
6. Óskar Breiðfjörð, f. 8. ágúst 1951 í Reykjavík.
7. Margrét Breiðfjörð, f. 23. janúar 1956 í Reykjavík.
8. Kristín Breiðfjörð, f. 2. mars 1963 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.