„Sigfús Jörundur Johnsen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (tengill á Frydendal)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Sigfús Jörundur Árnason Johnsen
''Sigfús Jörundur Árnason Johnsen'' fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930 og lést 2. nóvember 2006. Foreldrar hans voru [[Margrét Marta Jónsdóttir]] (fædd að Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, dáin 15. maí 1948) og [[Árni J. Johnsen]] (fæddur í [[Frydendal]] 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963).


Sigfús fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930 og lést 2. nóvember 2006.
Eftir brautskráningu frá Verslunarskóla Íslands og kennarapróf gerðist Sigfús kennari og síðar yfirkennari við [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum]].  
Foreldrar hans voru [[Margrét Marta Jónsdóttir]] (fædd að Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, dáin 15. maí 1948) og [[Árni J. Johnsen]] (fæddur í [[Frydendal]] 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963).
 
Eftir brautskráningu frá Verslunarskóla Íslands og kennarapróf gerðist Sigfús kennari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum.  


Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kennari við Vogaskóla og síðar félagsmálastjóri í Garðabæ.
Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kennari við Vogaskóla og síðar félagsmálastjóri í Garðabæ.

Útgáfa síðunnar 13. nóvember 2006 kl. 10:03

Sigfús Jörundur Árnason Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930 og lést 2. nóvember 2006. Foreldrar hans voru Margrét Marta Jónsdóttir (fædd að Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, dáin 15. maí 1948) og Árni J. Johnsen (fæddur í Frydendal 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963).

Eftir brautskráningu frá Verslunarskóla Íslands og kennarapróf gerðist Sigfús kennari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum.

Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kennari við Vogaskóla og síðar félagsmálastjóri í Garðabæ.

Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi, s.s. formennsku Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, varaformennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, varaþingmennsku fyrir Suðurlandskjördæmi og formennsku í félagi sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi í Reykjavík.

Sigfús var frumkvöðull í ferða- og samgöngumálum á yngri árum, stofnaði Eyjaflug til að bæta samgöngur milli lands og Eyja og stofnaði og rak ferðaskrifstofu frá Vestmannaeyjum sem þúsundir landsmanna nýttu. Sigfús var fram eftir aldri virkur bjargveiðimaður í Eyjum og var kjörinn heiðursfélagi í Bjargveiðifélagi Bjarnareyinga 2004. Sigfús var virkur í starfi Freeport-klúbbsins og formaður hans um tíma. Þá starfaði Sigfús um árabil í Gideon-hreyfingunni.

Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Margrét, Þór og Sif.


Heimildir

  • Morgunblaðið, 4. nóvember 2006.