Sigfús Árnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2012 kl. 09:33 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2012 kl. 09:33 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigfús Árnason, bóndi og alþingismaður.

Sigfús Árnason, bóndi að Löndum, fæddist á Vilborgarstöðum 10. september 1856 og lést 5. júní 1922. Foreldrar hans voru Árni Einarsson bóndi á Vilborgarstöðum og alþingismaður og Guðfinna Jónsdóttir

Eiginkona Sigfúsar var Jónína Kristín Nikolína (fædd 14. ágúst 1856, dáin 16. nóvember 1906) dóttir Brynjólfs Jónssonar alþingismanns og prests að Ofanleiti og konu hans Ragnheiðar Jónsdóttur. Þau giftust 10. júní 1882. Börn þeirra voru Ragnheiður Stefanía f.1883, Brynjúlfur f.1885, Árni f.1887 og Leifur f.1892.

Sigfús var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1892 til 1893.

Sigfús var bóndi að Löndum í Vestmannaeyjum og jafnframt póstafgreiðslumaður og kirkjuorganleikari við Landakirkju. Hann fór vestur um haf árið 1904 og dvaldist þar í Selkirk í Manitoba til 1915. Sigfús kom aftur til landsins og gerðist póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum að nýju og stundaði það starf til æviloka.

Sjá grein um hann í Bliki 1967, - Sigfús Árnason, organisti.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.