Sendlingur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2006 kl. 11:41 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2006 kl. 11:41 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Sendlingur(Calidris maritima)

Lengd: 20-22 cm Þyngd: 80 g Vænghaf: 42-46 cm

Sendlingur er lágfættur og kubbslegur, með stuttan háls og fremur stuttan gogg. Hann er dekkstur litlu vaðfuglanna og líka einn af þeim minnstu, litlu stærri en sandlóa og lóuþræll.

Sendlingur flýgur lágt og beint, syndir auðveldlega.

Er félagslyndur utan varpstöðvanna og oft í stórum hópum.

Sendlingurinn er spakur og flýgur oft ekki upp fyrr en komið er alveg að honum.

Fæða: Smádýr: skordýr, pöddur, skeldýr, sniglar og krabbadýr.

Varp- og ungatímabil Verpur aðallega til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Kjörlendið er margs konar; berangur, mosabreiður, lyngmóar og melar, venjulega nærri vatni.

Hreiðrið er grunn laut á berangri, oft upp við steina eða grasþúfu, lítilfjörlega fóðrað að innan.

Er utan varptíma helst í grýttum fjörum og á leirum. Hann heldur sig á veturna í hópum við strendur, er þar algengasti vaðfuglinn og sá eini sem sést reglulega á N- og A-landi.