„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Hrafnspáin“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
<big><big><center>Hrafnsspáin.</center></big></big>
<big><big><center>Hrafnspáin.</center></big></big>
<br>
<br>
Einhverju sinni fór vinnumaður frá [[Stakkagerði]] upp að [[Ofanleiti]] í þeim erindum að fá prestinn til að skíra barn. Var klerki ekkert að vanbúnaði, og héldu þeir svo af stað ofan eftir. <br>
Einhverju sinni fór vinnumaður frá [[Stakkagerði]] upp að [[Ofanleiti]] í þeim erindum að fá prestinn til að skíra barn. Var klerki ekkert að vanbúnaði, og héldu þeir svo af stað ofan eftir. <br>

Núverandi breyting frá og með 8. júní 2012 kl. 11:11


Hrafnspáin.


Einhverju sinni fór vinnumaður frá Stakkagerði upp að Ofanleiti í þeim erindum að fá prestinn til að skíra barn. Var klerki ekkert að vanbúnaði, og héldu þeir svo af stað ofan eftir.
Þegar þeir komu niður að Olnboga, kom hrafn fljúgandi austan úr hrauninu, og fylgdi hann þeim alla leið að Hvíld, með gargi miklu. Hafði vinnumaður orð á því, að gaman væri nú að vita, hvað krummi væri að segja. „Ekki býst ég við, að þú hefðir gaman að því, ef þú værir í mínum sporum,“ svaraði prestur. Vinnumaður spurði þá klerk, hvort hann skilji það, sem hrafninn sé að segja. Kvað klerkur sér ekki með öllu ókunnugt um það, og sé krummi að fræða sig á því, að barnið, sem hann ætli nú að fara að skíra, muni verða banamaður sonar hans. Þótti þetta koma fram á þann hátt, sem nú skal greina:
Á Brimhólunum átti Ofanleitisprestur kró eða byrgi, sem geymd voru í ýms matföng, helzt mun það þó hafa verið harðfiskur. Voru byrgi þessi hringmynduð, hlaðin úr grjóti, og tyrft yfir sum þeirra. Nú var það, að einhverjir óvandaðir menn niðri í Sandi, tóku saman ráð sín um að stela úr prestsbyrginu. Fengu þeir son prestsins til þess að fara með sér upp eftir og opna byrgið. Gjörðu þeir hann síðan drukkinn af víni, og endaði leikurinn með því, að þeir felldu ofan á hann byrgið og varð það hans bani. Hafði einn þessara manna verið sá hinn sami, sem krummi spáði um forðum.
(Eftir handriti Kjartans Jónssonar.).