Sólheimar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. mars 2014 kl. 22:38 eftir Þórunn (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2014 kl. 22:38 eftir Þórunn (spjall | framlög) (bætt við mynd)
Fara í flakk Fara í leit
Sólheimar, Njarðarstígur 15.

Húsið Sólheimar stóð við Njarðarstíg 15. Húsið var byggt árið 1907 af Steini Sigurðssyni. Þar var á síðustu öld verslun Óla Hóla, föður Sigurbjargar kaupkonu sem ætíð var kennd við heimili sitt og kölluð Sigga sól. Hún giftist Magnúsi sem fékk viðurnefni í sama stíl og eiginkonan og var kallaður Maggi máni.

Þar hafa búið Auðunn Oddsson og fjölskylda, Ingimundur Bernhardsson og fjölskylda, Sigurgeir Albertsson og Margrét Sigmundsdóttir, Lúðvík Hjörtþórsson, Hjörtþór Hjörtþórsson, Bjarni Guðjónsson myndhöggvari var með gallerý

Árið 1953 bjuggu í húsinu Ólafur Ólafsson og Jóhanna Sigurðardóttir Eyþór Sigurbergsson, Magnús Kristjánsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir ásamt börnum Þóru og Ólafi, Sigurjón Einarsson og Margrét Jósefsdóttir og börn þeirra Heiðrún, Birgir, Valgerður Kristný og Eiríkur

Húsið var rifið nokkru eftir Heimaeyjargosið.

Heimildir

  • Unnið af þátttakendum í verkefninu Húsin undir hrauninu haust 2012