Sævar Benónýsson
Jump to navigation
Jump to search
Sævar Benónýsson fæddist 11. febrúar 1931 og lést 15. janúar 1981. Sævar var sonur Binna í Gröf og Katrínar Sigurðardóttur. Hann bjó framan af hjá foreldrum sínum á Hásteinsvegi 45.
Sævar var formaður á mótorbátnum Garðari, en hann byrjaði átján ára með hann.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Sævar:
- Soninn Binna Sævar má
- seggja tal í letra.
- Yngstur fleyi siglir sá
- sveinninn átján vetra.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.