Ritverk Árna Árnasonar/Sigfús Jörundur Johnsen

From Heimaslóð
Revision as of 17:00, 23 September 2013 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigfús Jörundur Johnsen.

Kynning.

Sigfús Árnason Johnsen kennari og bjargveiðimaður frá Suðurgarði, fæddist 25. nóvember 1930 og lést 2. nóvember 2006.
Foreldrar hans voru Árni H. Johnsen frá Frydendal, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963, og kona hans Margrét Marta húsfreyja og kaupkona frá Suðurgarði, f. 5. mars 1895 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 15. maí 1948.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigfús er hár vexti og þrekinn, svarthærður, en ljós í andliti, föngulegur á velli og fríður sýnum. Hann er sterkur vel og stórlimaður, enda handtakagóður í allri vinnu. Hann er léttur í lund, kátur og hýr, skemmtilegur í viðræðum og víða vel heima. Hann er námsmaður góður, enda gengið menntaveginn og starfar sem kennari við gagnfræðaskóla Eyjanna við góða dóma nemenda og samstarfsmanna.
Hann er ekki gamall í veiðimannastéttinni, en hefir náð þar góðum árangri og fer vel fram, efalaust mikið veiðimannsefni. Aðrar veiðar hefir hann stundað og eggjaferðir í margar úteyjarnar og hvarvetna við góðan vitnisburð sem mjög góður liðsmaður.
Hann er söngvinn sem ættmenn hans margir, brosmildur og góður félagi, sem lífgar upp í umhverfi sínu. Hann er einn af þeim, sem menn ósjálfrátt bera fullt traust til og finnst málum og athöfnum vel borgið í hans umsjá. Hann er framarlega í allri starfsemi bjargveiðimanna og félagsskap þeirra, traustur og ósérhlífinn.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Sigfús Jörundur Johnsen


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir