Ritverk Árna Árnasonar/Hannes Gíslason sladdi

From Heimaslóð
Revision as of 14:38, 28 August 2013 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Hannes Gíslason sladdi“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Úr fórum Árna Árnasonar


Hannes Gíslason sladdi


Í sambandi við Hannes Gíslason, sem nefndur var sladdi, mætti minnast hér gamallar vísu, sem gerð var um hann og annan, sem voru í fýlseggjasnatti.
Ekki veit ég um, hver er höfundur vísunnar, en hún er svona:

Hann Gummi minn er gamall og greindur,
gekk þar í dauðann sem Herjólfur bjó.
Hannes er í háfjöllum reyndur,
hrapaði löngum, en aldrei samt dó.

Ekki verður nú vitað, hver þessi Guðmundur er, sem hrapað hefir í Herjólfsdal, en hans var ávallt getið sem „Gummi, sem dó í Dalnum“.
Hannes mun vera Hannes sá, er nefndur var Hannes sladdi. Mun viðurnefni hans komið af því, að hann var alltaf að snudda eftir fýl og eggjum hingað og þangað um Heimaey. Hann hrapaði víst nokkrum sinnum, en einu sinni all alvarlega úr Bensanefi í Stóra Klifi, meiddist nokkuð mikið, en ekki lífshættulega og jafnaði sig furðu fljótt.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit