Ritverk Árna Árnasonar/Vísnabálkur, afmæli o.fl.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. september 2013 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. september 2013 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Úr fórum Árna Árnasonar. Vísnabálkur, afmæli o.fl. á Ritverk Árna Árnasonar/Vísnabálkur, afmæli o.fl.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar
Vísnabálkur, afmælisljóð og fleira
(Ýmsar tækifærisvísur)


Okkar viljum óskum benda
að sem blóm í grænni hlíð
lífið það til leiðarenda
og lánið elti alla tíð.
Góðar kveðjur gerum senda
gestunum úr Blönduhlíð.
Aldurhniginn örva grér
ærumaður gáfur ber.
Ellin verði indæl þér,
aðstoð sína drottinn lér.
Harla lítið heyrist frá
herrunum í lánasjóði.
Bið þig vinur um að sjá
að mér verði svarað góði.


Enga hefi á því trú,
eftir fyrri reynslu minni,
þetta bjargráð bregðist nú,
ef bætir um með tilsjá þinni.
Heill af hjarta, vinur,
haltu beint á vonarmið.
Strákar hafa stærsta lukku,
stattu hvergi við.
Allt er nú orðið fimmtugum fært,
sem fertugum gengur verr.
Þetta hef ég af lífinu lært,
svo lyfti ég skál fyrir þér.
Allt er enn sem áður fyrr,
alls ei þekkist grátur.
Ef við værum enn með þér
yrði kanske hlátur.
Rúms og tíma hverfast hjól
hratt með föstu taki.
Yngismanna ævisól
yljar þér að baki.
Örlaganna kiljan köld
knörrinn lífs ei taki
hækka segl um heila öld
hefur því að baki.
Margar eru meyjarnar
mátulega liprar.
Syrgja allar eyjarnar,
ef þú lengur piprar.
Vinur, ég bind þér úr braglínum vönd
sem að ber til þín kveðjuna mína.
Gæfan æ vefji sín geislandi bönd
yfir gjörvöll þín ævispor, Stína.
Leiði þig gæfunnar gullfagra hönd,
glóbjarta sveiga þér knýti úr rósum.
Hvar, sem að liggur þín leið yfir lönd,
þér leiðbeini guð þá með skínandi ljósum.
Fáðu gæði farsældar
frí við mæðu nauða.
Lifðu í næði lukkunar
í lífi bæði og dauða.
Greru úr garði
hjá góðu fólki
strákar tveir stæltir.
Ég sá í svanna
sælar tíðir,
þú hremmdir hvali
á hveli suður.
Heill og sæll höldur,
hamingju vinur.
Drýgðu enn dáðir
af drengskap miklum.
Þið fáið nú gesti að gleðiborði
og góðbænir vina í hverju orði.
En þegar svo klukkan kallar átta
kallið til bóls og farið að hátta.
————
Ef símafólk brestur dug og dáð
og djörfung til þess, það áformar.
Þá býður því enginn betri ráð
og blessunarríkari´en Þormar.


Eyjasímans fólk er fátt,
finnst óvíða betra.
Það hefir töfl við tímann átt
og telft í marga vetra.


Ljúfar dísir lífs og friðar
leiði þig um gæfuveg.
Sól er aldrei setzt til viðar
sinni blíðu vefji þig.
Æviþættir
Unaðsóma,
angan blóma
æska og vor í skauti ber.
Vonir rætast,
varir mætast
vina, er ástin flug sitt lér.
Glóa skálar,
gleðin bálar,
glymur dans og hornaspil.
Þá er kæti
lífkvik læti,
ljúf þeim anda, er finnur til.
Árin líða
ævitíða
út í tímans reginhyl.
Sorgir mæða,
sárin blæða,
sést ei tíðum handaskil.
Fyrr en varir
flökta á skari
fjarra daga skærust ljós.
Straumar brotna,
stanza, þrotna
stilltan loks við feigðarós.

Hvað segir þú um þenna bragarhátt? Finnst þér hann ekki láta vel í eyrum?


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit