Ritverk Árna Árnasonar/Kristján Gíslason (Hlíðarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Kristján Gíslason frá Hlíðarhúsi, fæddist 16. janúar 1891 og lést 10. febrúar 1948.
Foreldrar hans voru Gísl Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi, f. 28. ágúst 1842, d. 25. september 1903, og kona hans Soffía Lísebet Andersdóttir húsfreyja, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.

Kona Kristjáns var Sigríður Guðbjörg Valdimarsdóttir Ottesen, f. 16. mars 1893, d. 2. apríl 1974.
Kristján og Sigríður voru barnlaus og skildu samvistir.
Síðar fór Kristján að Lundi og bjó með ekkju Þórarins gjaldkera Gíslasonar, Matthildi Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum, þar til hann lést 10. febrúar 1948.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Kristján var meðalhár vexti, fremur grannur, a.m.k. síðustu árin. Hann var dökkhærður, en annars ljós yfirlitum, ávallt hýr og brosandi, hláturmildur, síkátur, söngmaður ágætur og alltaf syngjandi og í góðu skapi. Hann var hljómelskur, spilaði mikið og vel á orgel og píanó. Hann var fríður á yngri árum, en hafði látið nokkuð á milli síðustu árin.
Hann var lítill veiðimaður á lunda og fór í úteyjar sem matsveinn aðeins og sér til skemmtunar. Hann var góður félagi, prýðilegur drengskaparmaður, sem allt vildi öðrum gera til góðs sem hagur hans leyfði.
Lífsstörf hans voru margvísleg, útgerð, kaupmennska á sjávarafurðum, sjómennska, matsveinn á skipum og bátum, lifrarbræðslumaður, leikari ágætur o.m.fl. Skytta var Kristján prýðileg og átti góðar byssur, sem hann eignaðist á utanlandsferðum sínum. Kristján var yngstur barna Gísla Stefánssonar kaupmanns og Soffíu Lisbet.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Kristján Gíslason (Hlíðarhúsi)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.