Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ingimundarson Stefánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júní 2022 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júní 2022 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jón I. Stefánsson.

Kynning.

Jón Ingimundarson Stefánsson formaður, sjómaður í Mandal fæddist 12. maí 1904 og lést 6. júní 1969.
Foreldrar hans voru Stefán Gíslason í Ási, útgerðarmaður og formaður, f. að Hlíðarhúsum 6. ágúst 1876, d. 11. janúar 1952 og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1877, d. 3. desember 1941.
Jón var alinn upp af móðurföður sínum Jóni Ingimundarsyni í Mandal.

Kona Jóns I. Stefánssonar, (30. desember 1954), var Bergþóra Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1906, d. 13. apríl 1983.
Börn Jóns og Bergþóru:
1. Sigríður, f. 23. október 1938, d. 11. júlí 1947.
2. Sigurjón, f. 3. ágúst1940, d. 15. janúar 1973.
3. Jónína, f. 2. febrúar 1943.
4. Bergþóra, f. 28. september 1945.
5. Fyrr átti Bergþóra soninn Jón Ingólfsson, f. 23. september 1934, d. 24. febrúar 2000. Faðir hans var Ingólfur Guðmundsson frá Ferjubakka í Borgarfirði, f. 21. júní 1899, d. 8. janúar 1985.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jón I. Stefánsson er lágur vexti, ekki meðalhár, en þrekinn og herðabreiður, allstyrkur, en snar og liðugur sem aðrir bræður hans. Hann er nokkuð sérlundaður eins og fleiri ættmenn hans, tilbaka um of, feiminn og seinn til viðkynningar, en glaður og reifur í sínum vinahóp. Hann er dökkhærður á hár og skegg og mun sá einasti af sínum bræðrum, dökkhærður. Hinir allir rauðbirknir.
Jón hefir mikið verið til lundaveiða, bæði í Ystakletti með afa sínum og fóstra, föður sínum og bræðum og svo nokkur sumur í Álsey. Var Jón ágæta góður veiðimaður og hefur áunnið sér góðan orðstír á því sviði og góðrar félagsmennsku. Mest veiði Jóns mun hafa verið á Landnorðurstöðum í Álsey, rúmlega 8 kippur af lunda.
Lífsstarf Jóns er sjómennska, verið formaður á smábátum og stærri vélbátum, en ekki verið heppinn fiskimaður. Hefur nú lengi verið í förum á mb. Skógarfossi milli Reykjavíkur og Eyja.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Borgfirzkar æviskrár. Ýmsir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.