„Ritverk Árna Árnasonar/Jóhann Jörgen Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Jóhann Jörgen Sigurðsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Jóhann Jörgen Sigurðsson.png|thumb|250px|''Jóhann Jörgen Sigurðsson.]]
'''''<big>Kynning.</big>'''''
'''''<big>Kynning.</big>'''''



Útgáfa síðunnar 24. september 2013 kl. 14:31

Jóhann Jörgen Sigurðsson.

Kynning.

Jóhann Jörgen Sigurðsson í Frydendal fæddist 2. ágúst 1894. Hann fór til Vesturheims.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson formaður í Frydendal, (Vertshúsinu), f. 1. apríl 1869, drukknaði 10. janúar 1912 og sambýliskona hans Anna Sigríður Johnsen, f. 6. júní 1855, d. 30. ágúst 1930.

I. Barnsmóðir Jóhanns var Þórlaug Kristjánsdóttir verkakona í Hafnarfirði, f. 7. október 1896, d. 29. október 1974.
Barnið var:
Sigurður Jörgen Jóhannsson, f. 30. nóvember 1919, d. 5. júní 1937 úr lungnabólgu. Hann ofkældist í ferð með sr. Friðriki Friðrikssyni og drengjum úr Hafnarfirði í Káldársel.
Sigurður Jörgen ólst upp með móður sinni og móðurfjölskyldu í Hafnarfirði og þótti með afbrigðum hæfur unglingur. Lauk hann námi í Flensborg og þótti listamannsefni.
Móðir hans var vinnukona hjá Sigfúsi M. Johnsen í Reykjavík, er þau Jóhann kynntust. (Uppl.: Friðbjörg Haraldsdóttir tvímenningur við Sigurð Jörgen).

II. Kona Jóhanns Jörgen Sigurðssonar var Jónína (Guðný Jónína) Sigurðardóttir frá Saskatchewan, f. 2. ágúst 1899. Þau voru barnlaus samkvæmt síðustu heimildum.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jóhann var meðalhár að vexti, heldur grannur, en liðlega vaxinn, svarthærður, en ljós í andliti. Hann var snar og vel liðugur í öllum hreyfingum. Hann var kátur og skemmtilegur, en þó mislyndur nokkuð.
Hann var ágætur félagi og góður veiðimaður eftir aldri og hafði notið leiðsagnar Guðna Johnsen hálfbróður síns, sem var með betri veiðimönnum sinnar tíðar í Eyjum.
Lífsstarf Jóhanns voru verslunarstörf, en hann byrjaði þó prentnám í Reykjavík.
Hann var afbragðs dráttlistarmaður og skurðhagur mjög. Jóhann hafði stórt ör kringum vinstra augað og bar nokkuð á því. Kastaði flösku í steinvegg og hljóp eitt brotið í andlit honum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Friðbjörg Haraldsdóttir kennari.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.