Ritverk Árna Árnasonar/Finnbogi Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Finnbogi Björnsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Finnbogi var allhár vexti, þrekinn, herðabreiður og kröftuglega vaxinn, enda afburða kraftamaður, snar og lipur í öllum hreyfingum. Hann var fríður ásýndum, sviphýr og kátur, snemma alskeggjaður og bauð af sér góðan þokka, og þó myndugleik í framkomu.
Lífsstarf hans var sjómennska, fiskveiðar og siglingar utan og innan lands við rómað þrek og harðneskju skipstjórn og mannkosti á sjó og landi.
Finnbogi var ágætur veiðimaður og lét sinn hlut ekki eftir liggja í þeim störfum, skemmtilegur úteyjafélagi, sem öllum gat komið í gott skap. Hann var að allra dómi kjarnakarl, sem mönnum var hollt að kynnast.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Finnbogi Björnsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit