Ritverk Árna Árnasonar/Þorsteinn Johnson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. apríl 2016 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2016 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Johnson.

Kynning.

Þorsteinn Johnson bóksali frá Jómsborg fæddist 19. júlí 1883 og lést 16. júní 1959.
Foreldrar hans voru Jón Sighvatsson bóndi, söðlasmiður, sjómaður við Sandinn, bóksali, útvegsmaður og bókavörður í Eyjum, f. 4. júlí 1856, d. 5. desember 1932, og kona hans Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1856, dáin 12. september 1936.

Þorsteinn Johnson var þríkvæntur:
I. Fyrsta kona hans (skildu) var Anna Margrethe Johnson, fædd Madsen, danskrar ættar, f. 20. nóvember 1892.
Börn þeirra voru:
1. Óskar Þorsteinsson skipstjóri, síðar bóksali, f. 15. júlí 1915, d. 28. júní 1999. Kona hans (skildu) var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1912, d. 21. janúar 2003.
2. Grethe Johnson, var búsett í Danmörku, f. 1916.
3. Jon Thorstein Johnson, var búsettur í Danmörku, f. 3. desember 1917.

II. Önnur kona Þorsteins, (25. apríl 1922), var Sigurlaug Björnsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona í Apótekinu, lærður kennari, ættuð af Norðurlandi, f. 3. júní 1896, d. 16. janúar 1923.
Barn Þorsteins og Sigurlaugar var:
4. Sigurlaug Þórey röntgen-hjúkrunarfræðingur, f. 3. nóvember 1922, d. 18. nóvember 2001. Maður hennar var sr. Jóhann Hermann Gunnarsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, N-Múl., prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit, f. 30. júní 1920, d. af slysförum 10. október 1951.

III. Þriðja kona Þorsteins var Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1903, d. 24. október 1999.
Þau Katrín voru barnlaus.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Þorsteinn er hár maður og þrekinn, dökkhærður, (nú grár fyrir hærum), nokkuð breiðleitur, karlmannlegt útlit, og mjög svo viðfelldið daglegt viðmót. Fremur fríður maður og föngulegur, mjög léttur á fæti og í öllum hreyfingum, léttur í skapi og skemmtilegur, veitull mjög og góður heim að sækja, ræðinn og hrókur í fagnaði. Hann var afburða sterkur eins og þeir allir Jómsborgarbræður og hinn mesti vinnuþjarkur.
Hann hefir verið nokkuð til veiða og víða verið í úteyjum, prýðis góður félagi og harðduglegur, iðinn við veiði og áhugafullur, en hefir ekki náð því að verða mikill veiðimeistari vegna vöntunar á þjálfun.
Lífsstarf hans hefir verið sjómennska og síðar kaupmennska, hvort tveggja við góða dóma almennings, vel liðinn af almenningi og kaupmaður mikill og góður, álitsmikill í mannfélaginu.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Þorsteinn Johnson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Minningargrein um Sigurlaugu Þóreyju Þorsteinsdóttur Johnson í Morgunblaðinu 7. desember 2001.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.