Rita

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2006 kl. 11:20 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2006 kl. 11:20 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Smáleiðr.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Rita (Rissa tridactyla)

  • Lengd: 39-46 cm. Ritan er svipað stór og stormmáfur, 400 gr og vænghaf hennar er um 1 m.
  • Fluglag: Ritan er mikill sjófugl og er ákaflega létt og lipur á flugi. Hún hringsólar oft kringum fiskibáta og steypir sér eftir æti eins og kría.
  • Fæða: Einkum síli og smádýr sem hún grípur af yfirborði sjávar. Stundum dýfir hún sér í sjóinn eftir æti. Hringsólar í kringum fiskibáta og bíður eftir æti.
  • Varpstöðvar: Ritan heldur sig meira í fuglabjörgum en aðrir mávar og situr oft þétt efst í björgunum.
  • Hreiður: Notar sinu og gróðurleifar til hreiðurgerðar, sem hún festir við klettasyllurnar.
  • Egg: Oftast tvö, ljósgrá eða ljósbrún með dökkum flikrum.
  • Heimkynni: Ritan verpir víða við strendur á norðurslóðum og við strendur Evrópu suður til Frakklands, en kemur yfirleitt ekki að landi nema á varptímanum.


Rita er af mávaætt. Hún er auðþekkt á alsvörtum vængbroddum. Hún hefur svartleita fætur, einlitt gult nef og dökk augu, er snjóhvít fyrir utan bakið og vængi sem eru aðeins dekkri. Ung rita er auðkennd á gráu baki, hvítum lit að neðan og hvítu höfði, einnig hefur hún svarta breiðari þverflikru aftan á hálsi.

Ritan er úthafsfugl og sést oft úti á hafi en sjaldan inn yfir landi. Fuglinn er mjög félagslyndur innan eigin tegundar en blandar lítt geði við aðrar fuglategundir. Ritan stundar einkvæni og hjúskapurinn er til langtíma. Eftir komuna í bjargið fer karlfuglinn að kanna hreiðurstæði. Ritan heldur tryggð við varpsetur sitt frá ári til árs. Varptími hennar er í byrjun júní og fram í júlí. Hún verpir 1-3 eggjum og er útungunartíminn 21-24 dagar. Eggjaskurnið er ljósbrúnt og brúnt- eða svartdröfnótt. Ritan ber ekki fæðu handa ungunum í nefinu, heldur gleypir hana og ælir henni síðan upp í ungana. Ungarnir verða fleygir á 4-5 vikum, eða í ágúst, stundum eru þeir ekki nógu fleygir til að geta farið langt frá landi og farast því margir á leiðinni frá landi við strendur okkar.